Þýskaland í undanúrslit eftir nítján víti 2. júlí 2016 21:45 Özil fagnar marki sínu. vísir/epa Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira