Lagerbäck: Við verðum ekki undir í baráttunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 20:30 Lars Lagerbäck segir ljóst að öll lið séu með veikleika en að það sé erfitt að finna þá í franska landsliðinu, sem verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi á sunnudag. „Frakkar eru með mikla og góða hlaupagetu í sínum liði og sterkir í návígjum,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. „En eins og við höfum séð þá verður þetta áhugaverður slagur. En það kæmi mér á óvart ef að myndum tapa fyrir þeim út af þeir hafa betur gegn okkur út af líkamlegum eða andlegum styrk. Ég er ekki viss um að þessir strákar kunni að tapa slíkum baráttum,“ sagði þjálfarinn. Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið í stóru hlutverki með íslenska liðinu á EM og hann á von á öðruvísi og erfiðari leik gegn Frakklandi en Englandi. „Ég hugsa að Frakkarnir verði með meiri hraða á boltanum og að það verði erfiðara að verjast því. Þeir koma með góðar hraðaskiptingar og eiga sterka leikmenn. Við þurfum að vera tilbúnir að mæta því,“ sagði hann. Frakkar eiga margar stórstjörnur í sínu liði en West Ham-maðurinn Dimitri Payet hefur blómstrað á EM til þessa. Það kemur líklega í hlut Birkis Más Sævarssonar að gæta hans og var hann spurður af frönskum blaðamanni hvernig honum hugnaðist það. „Payet er leikmaður með mikil gæði. Ég sé hann í hverri viku og hann spilar nánast alltaf vel. Ég þarf bara að vera ákveðinn og láta hann ekki skera inn og skjóta með hægri. Ég þarf að koma honum á vinstri fótinn.“ „Það verður erfitt að finna veikleika á franska liðinu og Payet. Ég þarf bara að vera ákveðinn og leyfa honum ekki að stýra boltanum í netið,“ sagði Birkir Már Lagerbäck segir enn fremur að ástand íslenska hópsins sé gott. Aron Einar Gunnarsson æfði lítið með liðinu í gær en verður með í dag. „Hann gerði ekkert samkvæmt læknisráði í gær en það er ekkert vandamál. Allir 23 leikmenn eru heilir og hann mun æfa í dag. Ég býst ekki við því að neinn meiðist á æfingu því ef það gerist þá mun viðkomandi upplifa afar erfiða tíma.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00 Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Lars Lagerbäck segir ljóst að öll lið séu með veikleika en að það sé erfitt að finna þá í franska landsliðinu, sem verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi á sunnudag. „Frakkar eru með mikla og góða hlaupagetu í sínum liði og sterkir í návígjum,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. „En eins og við höfum séð þá verður þetta áhugaverður slagur. En það kæmi mér á óvart ef að myndum tapa fyrir þeim út af þeir hafa betur gegn okkur út af líkamlegum eða andlegum styrk. Ég er ekki viss um að þessir strákar kunni að tapa slíkum baráttum,“ sagði þjálfarinn. Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið í stóru hlutverki með íslenska liðinu á EM og hann á von á öðruvísi og erfiðari leik gegn Frakklandi en Englandi. „Ég hugsa að Frakkarnir verði með meiri hraða á boltanum og að það verði erfiðara að verjast því. Þeir koma með góðar hraðaskiptingar og eiga sterka leikmenn. Við þurfum að vera tilbúnir að mæta því,“ sagði hann. Frakkar eiga margar stórstjörnur í sínu liði en West Ham-maðurinn Dimitri Payet hefur blómstrað á EM til þessa. Það kemur líklega í hlut Birkis Más Sævarssonar að gæta hans og var hann spurður af frönskum blaðamanni hvernig honum hugnaðist það. „Payet er leikmaður með mikil gæði. Ég sé hann í hverri viku og hann spilar nánast alltaf vel. Ég þarf bara að vera ákveðinn og láta hann ekki skera inn og skjóta með hægri. Ég þarf að koma honum á vinstri fótinn.“ „Það verður erfitt að finna veikleika á franska liðinu og Payet. Ég þarf bara að vera ákveðinn og leyfa honum ekki að stýra boltanum í netið,“ sagði Birkir Már Lagerbäck segir enn fremur að ástand íslenska hópsins sé gott. Aron Einar Gunnarsson æfði lítið með liðinu í gær en verður með í dag. „Hann gerði ekkert samkvæmt læknisráði í gær en það er ekkert vandamál. Allir 23 leikmenn eru heilir og hann mun æfa í dag. Ég býst ekki við því að neinn meiðist á æfingu því ef það gerist þá mun viðkomandi upplifa afar erfiða tíma.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00 Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00
Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15
„Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29
Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46
Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31