Fótbolti

Staðfestir viðræður við Dortmund um Götze

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tækifærin voru af skornum skammti hjá Götze í fyrra.
Tækifærin voru af skornum skammti hjá Götze í fyrra. Vísir/getty
Karl Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, staðfesti í samtali við þýska miðla um helgina að félagið hefði hafið viðræður við Dortmund um félagsskipti Mario Götze.

Götze sem er aðeins 24 árs gamall kom upp úr unglingastarfi Dortmund og sló í gegn með félaginu sem unglingur sem leiddi til þess að Bayern greiddi 37 milljónir evra fyrir hann.

Götze lék 93 leiki í öllum keppnum fyrstu tvö tímabil sín hjá Bayern en tækifærin voru af skornum skammti á síðasta tímabili og vill hann yfirgefa félagið í von um meiri spiltíma.

Götze sem skoraði sigurmark Þýskalands í úrslitaleik HM 2014 var orðaður við Liverpool og Tottenham en hann virðist vera á heimleið á ný eftir þrjú ár í herbúðum Bæjara.

Talið er að Dortmund greiði rúmlega 20 milljónir evra fyrir Götze sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá þýsku meisturunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×