Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júlí 2016 10:00 Mynd/Vilhelm Stokstad „Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
„Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00