Segir samherja sinn í Fram hafa grafið undan sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 15:59 Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram, Ásmundur Arnarsson í miðjunni og Ingólfur lengst til hægri. myndir/fram Furðulegt mál er komið upp í herbúðum Fram í Inkasso-deildinni í fótbolta. Ingólfur Sigurðsson, miðjumaður liðsins, hefur fengið þau skilaboð frá liðinu að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann er sagður svo slæmur í hóp. „Ég er tekinn á fund í gær og tjáð félagið vilji losa sig við mig undir eins og ástæðan er fyrir því að ég væri svo slæmur í hópnum,“ segir Ingólfur í viðtali við 433.is sem greinir frá málinu. Ingólfur þvertekur fyrir að hann sé slæmur í hóp. Hann segist eiga í góðu sambandi við liðsfélaga sína og þjálfara og að allir þeir leikmenn sem hann hafi talað við um málið kannist ekki við neitt. Hann sakar Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að grafa undan sér. „Það eina sem hefur komið upp úr krafsinu er að Hlynur Atli Magnússon hafi rætt við þjálfarann og haldið þessu fram, ekki neinn leikmaður kannast við að hafa rætt við Hlyn. Hann er ekki fyrirliði liðsins og hingað til hafa menn ekki leitast eftir því að fara í trúnaðarsamtöl við hann. Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt og alvarlegt mál. Það er verið að saka mig um að vera ekki fagmaður,“ segir Ingólfur. Í viðtali við Fótbolti.net segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, að það sé rétt að Ingólfur þurfi nú að leita sér að nýju liði því hann er ekki í framtíðarplönum Fram. Hann segir þó að engin slík ákvörðun sé tekin út frá einum manni [Hlyni Atla] eins og Ingólfur vill meina. „Við horfum yfir sviðið og reynum að taka ákvarðanir með hag liðsins og félagsins í huga. Meira vil ég ekki segja. Mér er illa við að vera í persónulegu skítkasti opinberlega og vill ekki hallmæla Ingólfi opinberlega með neinum hætti. Þetta er ákvörðun sem við tökum og verðum að standa og falla með því,“ segir Ásmundur Arnarsson. Fram er í sjöunda sæti Inkasso-deildar karla með þrettán stig eftir tíu umferðir. Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
Furðulegt mál er komið upp í herbúðum Fram í Inkasso-deildinni í fótbolta. Ingólfur Sigurðsson, miðjumaður liðsins, hefur fengið þau skilaboð frá liðinu að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann er sagður svo slæmur í hóp. „Ég er tekinn á fund í gær og tjáð félagið vilji losa sig við mig undir eins og ástæðan er fyrir því að ég væri svo slæmur í hópnum,“ segir Ingólfur í viðtali við 433.is sem greinir frá málinu. Ingólfur þvertekur fyrir að hann sé slæmur í hóp. Hann segist eiga í góðu sambandi við liðsfélaga sína og þjálfara og að allir þeir leikmenn sem hann hafi talað við um málið kannist ekki við neitt. Hann sakar Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að grafa undan sér. „Það eina sem hefur komið upp úr krafsinu er að Hlynur Atli Magnússon hafi rætt við þjálfarann og haldið þessu fram, ekki neinn leikmaður kannast við að hafa rætt við Hlyn. Hann er ekki fyrirliði liðsins og hingað til hafa menn ekki leitast eftir því að fara í trúnaðarsamtöl við hann. Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt og alvarlegt mál. Það er verið að saka mig um að vera ekki fagmaður,“ segir Ingólfur. Í viðtali við Fótbolti.net segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, að það sé rétt að Ingólfur þurfi nú að leita sér að nýju liði því hann er ekki í framtíðarplönum Fram. Hann segir þó að engin slík ákvörðun sé tekin út frá einum manni [Hlyni Atla] eins og Ingólfur vill meina. „Við horfum yfir sviðið og reynum að taka ákvarðanir með hag liðsins og félagsins í huga. Meira vil ég ekki segja. Mér er illa við að vera í persónulegu skítkasti opinberlega og vill ekki hallmæla Ingólfi opinberlega með neinum hætti. Þetta er ákvörðun sem við tökum og verðum að standa og falla með því,“ segir Ásmundur Arnarsson. Fram er í sjöunda sæti Inkasso-deildar karla með þrettán stig eftir tíu umferðir.
Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira