Spjalla saman um hinsegin bókmenntir Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júlí 2016 09:45 Ásta Kristín Benediktsdóttir er íslensku- og bókmenntafræðingur sem vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar. Mynd/Ásta Kristín Benediktsdóttir Í dag á Kaffislipp fer fram viðburðurinn Hinsegin bókmenntaspjall á vegum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO – en á Kaffislipp fara reglulega fram bókmenntaviðburðir af ýmsum toga. „Þetta er spjall þar sem ég og kanadíski rithöfundurinn Betsy Warland ætlum að ræða nýjustu bók hennar, Oscar of between, og hinsegin bókmenntir á Íslandi og í Kanada og hvaða gildi skrifleg tjáning hefur fyrir hinsegin fólk og reynslu þess,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur. Hún situr í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík og ritstýrir tímariti hátíðarinnar. Ásta vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar og er einn ritstjóra greinasafns um hinsegin sögu sem kemur út á næsta ári. „Betsy er kanadískur rithöfundur af norskum ættum sem hefur gefið út 12 bækur, hefur verið mjög lengi með námskeið í skapandi skrifum og hefur unnið mikið með öðrum rithöfundum. Hún hefur skrifað bæði ljóðabækur og ritgerðir, hún hefur ritstýrt alls konar söfnum af ljóðum. Þessi bók hennar sem er að koma út núna er ekki hefðbundin endurminningabók heldur er skáldleg virkni í textanum – í þessari bók skrifar hún um sína reynslu af því að upplifa sig hvorki sem konu né karl heldur einhvers staðar þar á milli, það er að segja að finnast kynjahólfin ekki passa sér.“ Spjallið mun fara fram í dag klukkan 16.30 á Kaffislipp á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn. Það er frítt inn á þennan viðburð og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Athugið að dagskráin fer fram á ensku. Hinsegin Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Í dag á Kaffislipp fer fram viðburðurinn Hinsegin bókmenntaspjall á vegum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO – en á Kaffislipp fara reglulega fram bókmenntaviðburðir af ýmsum toga. „Þetta er spjall þar sem ég og kanadíski rithöfundurinn Betsy Warland ætlum að ræða nýjustu bók hennar, Oscar of between, og hinsegin bókmenntir á Íslandi og í Kanada og hvaða gildi skrifleg tjáning hefur fyrir hinsegin fólk og reynslu þess,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur. Hún situr í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík og ritstýrir tímariti hátíðarinnar. Ásta vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar og er einn ritstjóra greinasafns um hinsegin sögu sem kemur út á næsta ári. „Betsy er kanadískur rithöfundur af norskum ættum sem hefur gefið út 12 bækur, hefur verið mjög lengi með námskeið í skapandi skrifum og hefur unnið mikið með öðrum rithöfundum. Hún hefur skrifað bæði ljóðabækur og ritgerðir, hún hefur ritstýrt alls konar söfnum af ljóðum. Þessi bók hennar sem er að koma út núna er ekki hefðbundin endurminningabók heldur er skáldleg virkni í textanum – í þessari bók skrifar hún um sína reynslu af því að upplifa sig hvorki sem konu né karl heldur einhvers staðar þar á milli, það er að segja að finnast kynjahólfin ekki passa sér.“ Spjallið mun fara fram í dag klukkan 16.30 á Kaffislipp á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn. Það er frítt inn á þennan viðburð og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Athugið að dagskráin fer fram á ensku.
Hinsegin Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira