Viðskipti innlent

Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mark Carney tilkynnti um óbreytta stýrivexti í dag.
Mark Carney tilkynnti um óbreytta stýrivexti í dag. Fréttablaðið/EPA
Forsvarsmenn Englandsbanka hafa ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósent. Stýrivextir hafa því verið óbreyttir frá því fyrra hluta árs 2009.

Greiningaraðilar voru búnir að spá því að áttatíu prósent líkur væri að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,25 prósent í kjölfar niðurstöðu Brexit-kosninganna. 

Ástæðan er áhrifin af því að Bretland kaus að yfirgefa Evrópusambandið. Talið var líklegt að vextir yrðu lækkaðir til að reyna að koma í veg fyrir kreppu og til að endurvekja traust á mörkuðum.

Greiningaraðilar telja líkur á að fyrst lækkun var ekki tilkynnt í dag verði hún tilkynnt á næsta fundi í ágústmánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×