Vafasamt fæðubótarefni fannst í klefa Frakka á EM: "Þetta er lyfjamisnotkun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 11:00 vísir/getty/bild Fæðubótarefnið Guronsan fannst í búningsklefa franska landsliðsins í fótbolta eftir undanúrslitaleikinn á EM 2016 gegn Þýskalandi sem heimamenn unnu, 2-0. Þýskur prófessor vill meina að Frakkar hafi hreinlega verið að svindla. Það er þýska blaðið Bild sem greinir frá en blaðamaður þess náði myndum af fæðubótarefninu í klefa franska liðsins eftir leik Frakklands og Þýskalands í undanúrslitum í Marseille. „Fyrir mér er þetta lyfjamisnotkun,“ segir prófessorinn Fritz Sörgel í samtali við Bild um þetta efni. Sörgel er yfirmaður rannsóknarstofu í Heroldsberg sem sérhæfir sig í líflæknisfræði. Hann hefur einnig starfað fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn. Guronsan er ekki á bannlista WADA og gerðu Frakkar því í raun ekkert rangt samkvæmt alþjóðareglum en þýski prófessorinn er ekki á sama máli. Antoine Griezmann, besti leikmaður EM, og Aron Einar í baráttunni á Stade de France.vísir/getty Árangursbætandi áhrif „Það er koffín í efninu og koffín hefur árangursbætandi áhrif á frammistöðu í íþróttum. Það er sannað. Það bætir viðbragðstíma og þess vegna er þetta lyfjamisnotkun,“ segir Sörgel. Á Facebook-síðu fæðubótarefnisins segir: „Guronsan hreinsar eiturefni úr líkamanum og hefur þannig hressandi og örvandi áhrif á endurheimt líkamans sem dregur úr andlegri þreytu og streitu.“ Efnið má nota á hverjum degi og við öll tilefni að því kemur fram á heimasíðu portúgalska fyrirtækisins Jaba Recordati sem framleiðir Guronsan. Bild hafði samband við franska knattspyrnusambandið sem vildi ekki tjá sig um málið og einnig hefur sænska blaðið Expressen reynt að hafa samband við portúgalska framleiðandann, en án árangurs. Frakkar völtuðu yfir Ísland, 5-2, í átta liða úrslitum EM áður en þeir tóku Þjóðverja 2-0 í undanúrslitum. Þeir spiluðu úrslitaleikinn á Stade de France en töpuðu fyrir Portúgal í framlengdum leik. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
Fæðubótarefnið Guronsan fannst í búningsklefa franska landsliðsins í fótbolta eftir undanúrslitaleikinn á EM 2016 gegn Þýskalandi sem heimamenn unnu, 2-0. Þýskur prófessor vill meina að Frakkar hafi hreinlega verið að svindla. Það er þýska blaðið Bild sem greinir frá en blaðamaður þess náði myndum af fæðubótarefninu í klefa franska liðsins eftir leik Frakklands og Þýskalands í undanúrslitum í Marseille. „Fyrir mér er þetta lyfjamisnotkun,“ segir prófessorinn Fritz Sörgel í samtali við Bild um þetta efni. Sörgel er yfirmaður rannsóknarstofu í Heroldsberg sem sérhæfir sig í líflæknisfræði. Hann hefur einnig starfað fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn. Guronsan er ekki á bannlista WADA og gerðu Frakkar því í raun ekkert rangt samkvæmt alþjóðareglum en þýski prófessorinn er ekki á sama máli. Antoine Griezmann, besti leikmaður EM, og Aron Einar í baráttunni á Stade de France.vísir/getty Árangursbætandi áhrif „Það er koffín í efninu og koffín hefur árangursbætandi áhrif á frammistöðu í íþróttum. Það er sannað. Það bætir viðbragðstíma og þess vegna er þetta lyfjamisnotkun,“ segir Sörgel. Á Facebook-síðu fæðubótarefnisins segir: „Guronsan hreinsar eiturefni úr líkamanum og hefur þannig hressandi og örvandi áhrif á endurheimt líkamans sem dregur úr andlegri þreytu og streitu.“ Efnið má nota á hverjum degi og við öll tilefni að því kemur fram á heimasíðu portúgalska fyrirtækisins Jaba Recordati sem framleiðir Guronsan. Bild hafði samband við franska knattspyrnusambandið sem vildi ekki tjá sig um málið og einnig hefur sænska blaðið Expressen reynt að hafa samband við portúgalska framleiðandann, en án árangurs. Frakkar völtuðu yfir Ísland, 5-2, í átta liða úrslitum EM áður en þeir tóku Þjóðverja 2-0 í undanúrslitum. Þeir spiluðu úrslitaleikinn á Stade de France en töpuðu fyrir Portúgal í framlengdum leik.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira