Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júlí 2016 10:31 Frá björgunaraðgerðum í gær. Vísir/Landsbjörg Maður sem vann í aðgerðunum við Sveinsgil þegar franskur ferðamaður rann af snjóhengju út í kalda jökulá fór í hjartastopp í gær. Maðurinn var staddur í Landmannalaugum þegar hann fékk hjartaáfall og var fluttur með þyrlu í bæinn. Maðurinn hafði unnið að björgunaraðgerðum í gær frá því um miðjan dag. Hann er við góða heilsu í dag og jafnar sig á spítala. Hann var einn af um 300 einstaklingum sem unnu við aðgerðirnar í fyrradag, fyrrinótt og í gær. Aðilarnir komu frá Landsbjörg, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og slökkviliðinu. Maðurinn var ekki sjálfboðaliði á vegum Landsbjargar.Sjá einnig heildarumfjöllun Vísis um björgunaraðgerðirnar: Þrekraun í SveinsgiliEkki er vitað hvort maðurinn hafi ofreynt sig við björgunaraðgerðir en aðstæður á svæðinu voru mjög erfiðar. Björgunarsveitarmenn og aðrir starfsmenn þurftu að aka nokkra stund frá Landmannalaugum að bröttum fjallshrygg. Þá tók við um fjörutíu mínútna ganga að slysstað. Á slysstað fólst vinnan aðallega í því að moka holur ofan í tuttugu metra þykka snjóhengjuna en snjórinn var harður og í raun eins og ís. Franski ferðamaðurinn sat fastur undir snjóhengjunni. Hann var látinn þegar hann fannst. Maðurinn var fæddur árið 1989. Lögregla fer með rannsókn málsins.Uppfært 11.00:Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði verið sjálfboðaliði á vegum Landsbjargar. Það byggðist á misskilingi en maðurinn tilheyrði hópi annarra viðbragðsaðila. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Ferðamaðurinn í Sveinsgili fundinn Björgunarmenn hafa staðsett manninn undir skaflinum við ánna þar sem leitað var. 13. júlí 2016 22:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Maður sem vann í aðgerðunum við Sveinsgil þegar franskur ferðamaður rann af snjóhengju út í kalda jökulá fór í hjartastopp í gær. Maðurinn var staddur í Landmannalaugum þegar hann fékk hjartaáfall og var fluttur með þyrlu í bæinn. Maðurinn hafði unnið að björgunaraðgerðum í gær frá því um miðjan dag. Hann er við góða heilsu í dag og jafnar sig á spítala. Hann var einn af um 300 einstaklingum sem unnu við aðgerðirnar í fyrradag, fyrrinótt og í gær. Aðilarnir komu frá Landsbjörg, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og slökkviliðinu. Maðurinn var ekki sjálfboðaliði á vegum Landsbjargar.Sjá einnig heildarumfjöllun Vísis um björgunaraðgerðirnar: Þrekraun í SveinsgiliEkki er vitað hvort maðurinn hafi ofreynt sig við björgunaraðgerðir en aðstæður á svæðinu voru mjög erfiðar. Björgunarsveitarmenn og aðrir starfsmenn þurftu að aka nokkra stund frá Landmannalaugum að bröttum fjallshrygg. Þá tók við um fjörutíu mínútna ganga að slysstað. Á slysstað fólst vinnan aðallega í því að moka holur ofan í tuttugu metra þykka snjóhengjuna en snjórinn var harður og í raun eins og ís. Franski ferðamaðurinn sat fastur undir snjóhengjunni. Hann var látinn þegar hann fannst. Maðurinn var fæddur árið 1989. Lögregla fer með rannsókn málsins.Uppfært 11.00:Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði verið sjálfboðaliði á vegum Landsbjargar. Það byggðist á misskilingi en maðurinn tilheyrði hópi annarra viðbragðsaðila. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Ferðamaðurinn í Sveinsgili fundinn Björgunarmenn hafa staðsett manninn undir skaflinum við ánna þar sem leitað var. 13. júlí 2016 22:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51
Ferðamaðurinn í Sveinsgili fundinn Björgunarmenn hafa staðsett manninn undir skaflinum við ánna þar sem leitað var. 13. júlí 2016 22:09