Leiðbeiningar á stýrið fyrir erlenda ökumenn Nadine Yaghi skrifar 14. júlí 2016 07:00 Zack Fry frá Ohio í Bandaríkjunum skoðar nýja stýrisspjaldið. MYND/SAF Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira