Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2016 23:42 Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldleg sú að "manna þarf skóflurnar.“ Vísir/Loftmyndir Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri til þess að koma að aðgerðum í Sveinsgili. Þar er nú leitað að erlendum ferðamanni sem féll í gegnum snjóbrú yfir ána í gilinu. Um 250-280 björgunarsveitarmenn koma nú að aðgerðum. Aðstæður á svæðinu eru afar erfiðar. Mjög snjóþungt er og vinna björgunarsveitarmenn nú að því að grafa sig í gegnum snjóbrúna í átt að manninum. Leitarsvæðið er mjög þröngt og hafa björgunarsveitarmenn farið ferðir upp og niður ána auk þess sem að drónum hefur verið beitt. Er talið að maðurinn sé undir snjóbrúni. Ekki virðist hægt að ná til mannsins án þess að grafa sig í gegnum snjóbrúna og notast björgunarsveitarmenn m.a. við keðjusagir til þess að grafa í gegnum snjóinn. Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldlega sú að „manna þarf skóflurnar“ líkt og talsmaður björgunarsveitarmanna á vettvangi komst að orði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 18 í dag. Maðurinn var á ferð með öðrum manni á leið yfir snjóbrúna þegar þeir féllu báðir niður um hana. Annar þeirra komst sjálfur upp og gat tilkynnt um óhappið. Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað. Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum auk þess sem að veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23 Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri til þess að koma að aðgerðum í Sveinsgili. Þar er nú leitað að erlendum ferðamanni sem féll í gegnum snjóbrú yfir ána í gilinu. Um 250-280 björgunarsveitarmenn koma nú að aðgerðum. Aðstæður á svæðinu eru afar erfiðar. Mjög snjóþungt er og vinna björgunarsveitarmenn nú að því að grafa sig í gegnum snjóbrúna í átt að manninum. Leitarsvæðið er mjög þröngt og hafa björgunarsveitarmenn farið ferðir upp og niður ána auk þess sem að drónum hefur verið beitt. Er talið að maðurinn sé undir snjóbrúni. Ekki virðist hægt að ná til mannsins án þess að grafa sig í gegnum snjóbrúna og notast björgunarsveitarmenn m.a. við keðjusagir til þess að grafa í gegnum snjóinn. Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldlega sú að „manna þarf skóflurnar“ líkt og talsmaður björgunarsveitarmanna á vettvangi komst að orði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 18 í dag. Maðurinn var á ferð með öðrum manni á leið yfir snjóbrúna þegar þeir féllu báðir niður um hana. Annar þeirra komst sjálfur upp og gat tilkynnt um óhappið. Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað. Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum auk þess sem að veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23 Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23
Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11