Atvinnulausa EM-stjarnan eftirsótt | Gæti orðið samherji Gylfa Þórs Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 22:30 Hal Robson-Kanu gæti fengið stoðsendingar frá Gylfa Þór á næstu leiktíð. vísir/getty Hal Robson-Kanu, framherji velska landsliðsins, verður ekki atvinnulaus mikið lengur eftir frábæra frammistöðu með Wales á Evrópumótinu í Frakklandi. Robson-Kanu var á mála hjá Reading frá 2007 og þar til í ár eða allan sinn atvinnumannaferil. Reading ákvað að framlengja ekki samning hans eftir síðasta tímabil og fór hann því atvinnulaus til Frakklands. Robson-Kanu skoraði tvö mörk fyrir Wales á EM, annað í riðlakeppninni gegn Slóvakíu og annað í fræknum sigri Walesverja gegn Belgíu í átta liða úrsiltum og nú syndir hann í tilboðum. Fram kemur á vef Sky Sports að kínversku liðin Beijing Guaoan og Jiangsu Suning séu bæði tilbúiin að greiða honum fimm milljónir punda í árslaun sem er töluvert meira en hann fékk hjá Reading. Íslendingarnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu báðir fyrir Jiangsu á síðustu leiktíð. Al Jazira Club í Abu Dhabi vill einnig fá þennan 27 ára gamla framherja í sínar raðir en sjálfur vill hann spila í ensku úrvalsdeildinni. Umboðsmenn hans eru í viðræðum við Watford, Hull og Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea. Þeim viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, er mjög áhugasamur um að fá Robson-Kanu til liðs við sig og segir að það sé ekki bara vegna árangursins á EM. „Hann stóð sig frábærlega á EM en maður kaupir ekki leikmenn út af frammistöðu á einu móti. Við höfum vitað í nokkur ár hversu góður hann er,“ sagði Bruce í viðtali við Sky Sports. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Hal Robson-Kanu, framherji velska landsliðsins, verður ekki atvinnulaus mikið lengur eftir frábæra frammistöðu með Wales á Evrópumótinu í Frakklandi. Robson-Kanu var á mála hjá Reading frá 2007 og þar til í ár eða allan sinn atvinnumannaferil. Reading ákvað að framlengja ekki samning hans eftir síðasta tímabil og fór hann því atvinnulaus til Frakklands. Robson-Kanu skoraði tvö mörk fyrir Wales á EM, annað í riðlakeppninni gegn Slóvakíu og annað í fræknum sigri Walesverja gegn Belgíu í átta liða úrsiltum og nú syndir hann í tilboðum. Fram kemur á vef Sky Sports að kínversku liðin Beijing Guaoan og Jiangsu Suning séu bæði tilbúiin að greiða honum fimm milljónir punda í árslaun sem er töluvert meira en hann fékk hjá Reading. Íslendingarnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu báðir fyrir Jiangsu á síðustu leiktíð. Al Jazira Club í Abu Dhabi vill einnig fá þennan 27 ára gamla framherja í sínar raðir en sjálfur vill hann spila í ensku úrvalsdeildinni. Umboðsmenn hans eru í viðræðum við Watford, Hull og Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea. Þeim viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, er mjög áhugasamur um að fá Robson-Kanu til liðs við sig og segir að það sé ekki bara vegna árangursins á EM. „Hann stóð sig frábærlega á EM en maður kaupir ekki leikmenn út af frammistöðu á einu móti. Við höfum vitað í nokkur ár hversu góður hann er,“ sagði Bruce í viðtali við Sky Sports.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira