WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Sæunn Gísladóttir skrifar 12. júlí 2016 11:35 Floti WOW air stækkar nú úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári. Vísir/Steingrímur Þórðarson Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á fjórum nýjum Airbus A321 flugvélum beint frá framleiðenda Airbus. Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air og Fabrice Brégier forstjóri Airbus skrifuðu undir samninginn í dag á flugvélasýningunni Farnborough í Bretlandi. Listaverð vélanna er 55 milljarðar íslenskra króna eða 459,6 milljón bandaríkjadala og verða nýju flugvélarnar afhentar árð 2017 og 2018, segir í tilkynningu. Floti WOW air, sem eingöngu samanstendur af Airbus flugvélum, stækkar nú úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári með þessum kaupum auk annarra flugvélasamninga sem þegar hafa verið kynntir. Átta af þessum 17 vélum verða alfarið í eigu WOW air. „Við erum ánægð með að bæta glænýjum Airbus A321 flugvélum við okkar sívaxandi flota. WOW air er að verða eitt öflugasta lággjaldaflugfélag heims og við hlökkum til að halda áfram að vaxa og dafna í samstarfi við Airbus,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu. Floti WOW air er ungur að árum en meðalaldur flugvélanna er aðeins tvö og hálft ár. Skammt er síðan keyptar voru þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur sem bera 350 farþega og hafa drægni upp á sex þúsund sjómílur. Þá eru sætabil í vélunum 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum sem eru oftast 29-31 tommur. Airbus A330-300 breiðþoturnar bera nöfnin TF-GAY, TF-LUV og TF-WOW. WOW air rekur einnig tvær Airbus A320-200 flugvélar sem skráðar eru undir heitinu TF-BRO og TF-SIS auk sex Airbus A321 flugvéla sem bera nöfnin TF-MOM, TF-DAD, TF-SON, TF-KID, TF-GMA og TF-GPA. Flugfélagið kaus að fjölga Airbus A321 flugvélunum í flota sínum vegna rýmra farþegarýmis, lágs viðhaldskostnaðs og það hversu sparneytnar þær eru. Flugvélarnar verða notaðar í flugi bæði innan Evrópu og til Norður-Ameríku. Fréttir af flugi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á fjórum nýjum Airbus A321 flugvélum beint frá framleiðenda Airbus. Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air og Fabrice Brégier forstjóri Airbus skrifuðu undir samninginn í dag á flugvélasýningunni Farnborough í Bretlandi. Listaverð vélanna er 55 milljarðar íslenskra króna eða 459,6 milljón bandaríkjadala og verða nýju flugvélarnar afhentar árð 2017 og 2018, segir í tilkynningu. Floti WOW air, sem eingöngu samanstendur af Airbus flugvélum, stækkar nú úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári með þessum kaupum auk annarra flugvélasamninga sem þegar hafa verið kynntir. Átta af þessum 17 vélum verða alfarið í eigu WOW air. „Við erum ánægð með að bæta glænýjum Airbus A321 flugvélum við okkar sívaxandi flota. WOW air er að verða eitt öflugasta lággjaldaflugfélag heims og við hlökkum til að halda áfram að vaxa og dafna í samstarfi við Airbus,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu. Floti WOW air er ungur að árum en meðalaldur flugvélanna er aðeins tvö og hálft ár. Skammt er síðan keyptar voru þrjár nýjar Airbus A330-300 breiðþotur sem bera 350 farþega og hafa drægni upp á sex þúsund sjómílur. Þá eru sætabil í vélunum 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum sem eru oftast 29-31 tommur. Airbus A330-300 breiðþoturnar bera nöfnin TF-GAY, TF-LUV og TF-WOW. WOW air rekur einnig tvær Airbus A320-200 flugvélar sem skráðar eru undir heitinu TF-BRO og TF-SIS auk sex Airbus A321 flugvéla sem bera nöfnin TF-MOM, TF-DAD, TF-SON, TF-KID, TF-GMA og TF-GPA. Flugfélagið kaus að fjölga Airbus A321 flugvélunum í flota sínum vegna rýmra farþegarýmis, lágs viðhaldskostnaðs og það hversu sparneytnar þær eru. Flugvélarnar verða notaðar í flugi bæði innan Evrópu og til Norður-Ameríku.
Fréttir af flugi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira