ASOS gagnrýnt fyrir að taka fram að fyrirsæta sé í yfirstærð Ritstjórn skrifar 12. júlí 2016 14:00 Fyrirsætan sem umræðir er í stærð 16 og er talin vera í yfirstærð af ASOS. Það hefur verið mikil umræða innan tískusamfélagsins hvort að kalla eigi fyrirsætur sem eru ekki í minnstu stærðunum yfirstærð. Lengi vel voru fyrirsætur sem nota stærðir 12, 14 og 16 flokkaðar sem "plus-size" en vert er að hafa í huga að algengasta fatastærðin í Bretlandi er 18. Það er því frekar óeðlilegt að flokka konur sem eru ekki támjóar í yfirstærð ef þær eru ekki yfir kjörþyngd og eru í sömu stærð og meiri hluti kúnnahópsins. Breska fataverslunin ASOS birti í gær mynd á samfélagsmiðlum af fyrirsætu sem klæðist stærð 16 og skrifaði undir að hún væri í yfirstærð. Fylgjendurnir brugðust illa við og bentu á hvað það sjónarmið væri brenglað. ASOS var ekki lengi að breyta textanum sem fylgdi myndinni en svaraði þó nokkrum gagnrýnendum á Twitter eins og má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour Ég er glamorous! Glamour Ný götutískustjarna í New York Glamour Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Glamour og Dior gefa heppnum Glamour-unnendum gjöf Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour James Corden gerir sína útgáfu af Lemonade Glamour Met Gala 2017: Bleik augu og silfurskalli Glamour
Það hefur verið mikil umræða innan tískusamfélagsins hvort að kalla eigi fyrirsætur sem eru ekki í minnstu stærðunum yfirstærð. Lengi vel voru fyrirsætur sem nota stærðir 12, 14 og 16 flokkaðar sem "plus-size" en vert er að hafa í huga að algengasta fatastærðin í Bretlandi er 18. Það er því frekar óeðlilegt að flokka konur sem eru ekki támjóar í yfirstærð ef þær eru ekki yfir kjörþyngd og eru í sömu stærð og meiri hluti kúnnahópsins. Breska fataverslunin ASOS birti í gær mynd á samfélagsmiðlum af fyrirsætu sem klæðist stærð 16 og skrifaði undir að hún væri í yfirstærð. Fylgjendurnir brugðust illa við og bentu á hvað það sjónarmið væri brenglað. ASOS var ekki lengi að breyta textanum sem fylgdi myndinni en svaraði þó nokkrum gagnrýnendum á Twitter eins og má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour Ég er glamorous! Glamour Ný götutískustjarna í New York Glamour Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Glamour og Dior gefa heppnum Glamour-unnendum gjöf Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour James Corden gerir sína útgáfu af Lemonade Glamour Met Gala 2017: Bleik augu og silfurskalli Glamour