Íbúar fipuðu lögreglu í Dallas með vopnaburði Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júlí 2016 08:00 Kveikt á kertum til minningar um lögreglumennina fimm sem myrtir voru í Dallas í síðustu viku. Nordicphotos/AFP Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Black Lives Matter Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira
Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Black Lives Matter Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira