Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - ÍBV 2-1 | Valsmenn upp fyrir Eyjamenn Guðmundur Marinó Ingvarsson á Valsvellinum skrifar 11. júlí 2016 20:15 Jóhann Ingi Jónsson kom inn á sem varamaður fyrir Gunnar Jarl og gefur hér Hauki Pál Sigurðssyni gult spjald. vísir/anton brink Valur lagði ÍBV 2-1 á heimavelli í 10. umferð Pepsi deildar karla í fótbolta í dag. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fjörlega af stað og kom Simon Smidt ÍBV yfir strax á elleftu mínútu eftir góða stungusendingu Pablo Punyed. Rangstöðuvörn Vals brást illilega en í markinu en leikmenn liðsins brugðust rétt við og jafnaði Guðjón Pétur Lýðsson aðeins sex mínútum síðar. ÍBV átti tvö skot í slá í fyrri hálfleik en það var Valur sem komst yfir rétt fyrir hlé með marki Kristins Inga Halldórssonar sem nýtti sér mistök Derby Carillo í marki ÍBV og skoraði á nærstöngina þegar Carillo bjóst við fyrirgjöf og hætti sér úr markinu. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörlegur en það sama verður ekki sagt um seinni hálfleikinn. Valur fékk þó dauðafæri til að klára leikinn þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum og Hafsteinn Briem fékk skömmu seinna færi sem hafði átt að tryggja ÍBV stig.Af hverju vann Valur? Það er svo oft í fótbolta að liðið sem nýtir færin vinnur og átti það svo sannarlega við í kvöld. Valur var 2-1 yfir í hálfleik þrátt fyrir að ÍBV fengi mun hættulegri færi. ÍBV átti tvö skot í slána í fyrir hálfleik og dauðafæri að auki til þess að komast í 2-1 áður en Kristinn Ingi kom Val yfir. Það að ÍBV næði ekki að nýta yfirburði sína í fyrri hálfleik betur gerði það að verkum að Valur gat fært liðið aftar í seinni hálfleik og náði ÍBV aldrei að brjóta Valsvörnina á bak aftur. Liðið náði að skapa sér eitt færi eftir horn sem Hafsteinn Briem hefði átt að nýta en Valur hafði áður fengið dauðafæri til að gera út um leikinn.Þessir stóðu upp úr Rolf Toft var besti maður vallarins þrátt fyrir að lítið kæmi út úr honum þegar hann var í vítateig ÍBV. Toft var fremsti maður Vals en gæði hans komu í ljós þegar hann dró sig til baka eða fór út kant og upp úr því lagði hann upp bæði mörk Vals í leiknum. Hægri kantmaðurinn Simon Smidt hjá ÍBV fór á kostum í fyrri hálfleik. Hann skoraði og bjó til góð færi fyrir félaga sína en þá tók enginn eftir að því að hann hafi komið út í seinni hálfleikinn fyrr en honum var skipt útaf. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var engu að síður eitthvað sem gladdi augað.Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að verjast í fyrri hálfleik. Rangstöðu vörn Vals brást illilega í marki ÍBV og varnarleikur ÍBV var enn verri í mörkum Vals. Valur náði að tæta upp vörn ÍBV í mörkunum þó liðið hafi verið langt frá sínu besta sóknarlega í leiknum. Eyjamenn réðu ekki við góðar sendingar Rolf Toft.Andar léttar leiksins Líklega er enginn fegnar stigunum þremur en Anton Ari Einarsson markvörður Vals. Hann verður ekki sakaður um mark ÍBV en hann gerði sig sekan um stór mistök bæði í fyrri og seinni hálfleik sem hefðu oftar en ekki kostað mark. Anton getur þakkað slánni og slökum skotum ÍBV í dauðafærum um að hann hafi bara einu sinni þurft að sækja boltann úr netinu.Hvað gerist næst? ÍBV fær FH í heimsókn næst og þarf sárlega á sigri að halda en það verður fyrri leikur liðanna í Eyjum í mánuðinum. Liðin mætast núna 16. júlí og innan við tveimur vikum síðar mætast liðin í undanúrslitum bikarsins. Ekki er langt síðan ÍBV var á toppi deildarinnar um stund en nú hefur liðið tapað þremur leikjum í röð og fjórum af síðustu fimm. Fyrir vikið er liðið fallið niður í sjöunda sæti og toppliðin farin að fjarlægjast. Valsmenn eiga von á tveimur dönskum leikmönnum í júlí til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru hjá liðinu og er liðið farið að horfa upp töfluna. Liðið fær ÍA í heimsókn í næstu umferð en ÍA er á góðri siglinum um þessar mundir. Valur er sjö stigum frá toppnum en nái liðið nokkrum sigrum í röð er aldrei að vita nema það geti gert hressilega atlögu að Evrópusæti hið minnsta. Sigurbjörn: Höfum oft spilað betur og tapað stigum„Við vorum ekki inni í þessum leik í fyrri hálfleik. Þeir voru kröftugri en við,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. „Það var ekki nógu mikill hraði í okkar leik og við vorum stálheppnir að vera yfir í hálfleik.“ Eins og Sigurbjörn segir voru Valsmenn nokkuð frá sínu besta í fyrri hálfleik en engu að síður var liðið yfir í hálfleik. „Við höfum líka spilað leiki í sumar þar sem við höfum mjög öflugir en verið undir. Það hlaut að koma að því að þetta féll aðeins með okkur Þessi bolti er sérstakur. Við höfum oft spilað betur og tapað stigum en við þurfum að geta gert þetta líka svona,“ sagði Sigurbjörn. Valur endurskipulagði lið sitt í hálfleik, féll aftar á völlinn og gaf fá færi á sér. „Við ætluðum ekki að gefa færi á okkur. Þetta gekk ekki hjá okkur sóknarlega í kvöld og þá verðum við að geta lokað þessu svona.“ Valur tapaði í tvígang illa fyrir Bröndby í Evrópukeppninni en hefur gengið öllu betur í leikjunum í kringum þá og náð að ýta þeim úrslitum frá sér. „Við töpuðum fyrir Bröndby hérna heima og unnum svo Fylki í bikarnum. Sama gerðist núna að við töpum úti og vinnum hér þannig að við höfum svarað þessum tapleikjum í Evrópukeppninni mjög vel,“ sagði Sigurbjörn. Valur hefur verið umtalsvert nær fallsæti en toppsæti í deildinni í sumar en sigurinn í kvöld lyftir liðinu upp í miðja deild. „Við settum þetta upp þannig að þetta væri þrjú stig sem skipti okkur gríðarlegu máli á þessum tímapunkti. „Menn unnu fyrir þessum þremur stigum. Við vorum þéttir í seinni hálfleik og unnum fyrir þessum stigum,“ sagði Sigurbjörn. Bjarni: Þurfum að taka stigin annars staðar en hér„Við erum hundfúlir. Það vantaði örlítið meiri gæði í leikinn fram á við í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV. „Við eigum tvö stangarskot, annað í stöðunni 1-0 og hitt í stöðunni 1-1. Svona færi verðum við að nýta.“ ÍBV lék frábærlega í fyrri hálfleik og skapaði sér góð færi til viðbótar við skotin tvö sem fóru í slána. „Við tókum þá í bólinu með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og vorum klókir en gerum okkur svo seka í báðum mörkunum um mjög döpur mistök og það varð okkur að falli. „Það var hörmungar varnarleikur í báðum mörkunum og eitthvað sem við þurfum að laga. Við vissum að bæði Guðjón (Pétur Lýðsson) og Kristinn (Ingi Halldórsson) hlaupa vel inn í teig þannig að það kom okkur ekkert á óvart að þeir birtust þarna. Það vantaði bara mína menn á eftir þeim,“ sagði Bjarni. ÍBV lék mjög vel í fyrri hálfleik en liðið náði lítið að skapa í seinni hálfleik þegar Valsmenn gáfu minna pláss til baka. „Við náðum aldrei að stíga almennilega á boltann og færa hann. Við fáum samt ágætt færi eftir horn. Fríann skalla. „Að mínu mati áttum við að nýta fyrri hálfleikinn mikið betur en við gerðum. Víst við gerðum það ekki varð það okkur að falli.“ ÍBV hefur tapað þremur leikjum í röð og er langt frá toppsætinu sem liðið náði að verma í andartak fyrir ekki svo löngu. „Það er stutt á milli í þessu. Enginn af þessum leikjum hafa verið arfa slakir en okkur vantar örlítinn neista til að klára þetta. „Við þurfum að taka þessa góðu hluti með okkur og taka stiginn annars staðar en hér,“ sagði Bjarni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Valur lagði ÍBV 2-1 á heimavelli í 10. umferð Pepsi deildar karla í fótbolta í dag. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fjörlega af stað og kom Simon Smidt ÍBV yfir strax á elleftu mínútu eftir góða stungusendingu Pablo Punyed. Rangstöðuvörn Vals brást illilega en í markinu en leikmenn liðsins brugðust rétt við og jafnaði Guðjón Pétur Lýðsson aðeins sex mínútum síðar. ÍBV átti tvö skot í slá í fyrri hálfleik en það var Valur sem komst yfir rétt fyrir hlé með marki Kristins Inga Halldórssonar sem nýtti sér mistök Derby Carillo í marki ÍBV og skoraði á nærstöngina þegar Carillo bjóst við fyrirgjöf og hætti sér úr markinu. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörlegur en það sama verður ekki sagt um seinni hálfleikinn. Valur fékk þó dauðafæri til að klára leikinn þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum og Hafsteinn Briem fékk skömmu seinna færi sem hafði átt að tryggja ÍBV stig.Af hverju vann Valur? Það er svo oft í fótbolta að liðið sem nýtir færin vinnur og átti það svo sannarlega við í kvöld. Valur var 2-1 yfir í hálfleik þrátt fyrir að ÍBV fengi mun hættulegri færi. ÍBV átti tvö skot í slána í fyrir hálfleik og dauðafæri að auki til þess að komast í 2-1 áður en Kristinn Ingi kom Val yfir. Það að ÍBV næði ekki að nýta yfirburði sína í fyrri hálfleik betur gerði það að verkum að Valur gat fært liðið aftar í seinni hálfleik og náði ÍBV aldrei að brjóta Valsvörnina á bak aftur. Liðið náði að skapa sér eitt færi eftir horn sem Hafsteinn Briem hefði átt að nýta en Valur hafði áður fengið dauðafæri til að gera út um leikinn.Þessir stóðu upp úr Rolf Toft var besti maður vallarins þrátt fyrir að lítið kæmi út úr honum þegar hann var í vítateig ÍBV. Toft var fremsti maður Vals en gæði hans komu í ljós þegar hann dró sig til baka eða fór út kant og upp úr því lagði hann upp bæði mörk Vals í leiknum. Hægri kantmaðurinn Simon Smidt hjá ÍBV fór á kostum í fyrri hálfleik. Hann skoraði og bjó til góð færi fyrir félaga sína en þá tók enginn eftir að því að hann hafi komið út í seinni hálfleikinn fyrr en honum var skipt útaf. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var engu að síður eitthvað sem gladdi augað.Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að verjast í fyrri hálfleik. Rangstöðu vörn Vals brást illilega í marki ÍBV og varnarleikur ÍBV var enn verri í mörkum Vals. Valur náði að tæta upp vörn ÍBV í mörkunum þó liðið hafi verið langt frá sínu besta sóknarlega í leiknum. Eyjamenn réðu ekki við góðar sendingar Rolf Toft.Andar léttar leiksins Líklega er enginn fegnar stigunum þremur en Anton Ari Einarsson markvörður Vals. Hann verður ekki sakaður um mark ÍBV en hann gerði sig sekan um stór mistök bæði í fyrri og seinni hálfleik sem hefðu oftar en ekki kostað mark. Anton getur þakkað slánni og slökum skotum ÍBV í dauðafærum um að hann hafi bara einu sinni þurft að sækja boltann úr netinu.Hvað gerist næst? ÍBV fær FH í heimsókn næst og þarf sárlega á sigri að halda en það verður fyrri leikur liðanna í Eyjum í mánuðinum. Liðin mætast núna 16. júlí og innan við tveimur vikum síðar mætast liðin í undanúrslitum bikarsins. Ekki er langt síðan ÍBV var á toppi deildarinnar um stund en nú hefur liðið tapað þremur leikjum í röð og fjórum af síðustu fimm. Fyrir vikið er liðið fallið niður í sjöunda sæti og toppliðin farin að fjarlægjast. Valsmenn eiga von á tveimur dönskum leikmönnum í júlí til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru hjá liðinu og er liðið farið að horfa upp töfluna. Liðið fær ÍA í heimsókn í næstu umferð en ÍA er á góðri siglinum um þessar mundir. Valur er sjö stigum frá toppnum en nái liðið nokkrum sigrum í röð er aldrei að vita nema það geti gert hressilega atlögu að Evrópusæti hið minnsta. Sigurbjörn: Höfum oft spilað betur og tapað stigum„Við vorum ekki inni í þessum leik í fyrri hálfleik. Þeir voru kröftugri en við,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. „Það var ekki nógu mikill hraði í okkar leik og við vorum stálheppnir að vera yfir í hálfleik.“ Eins og Sigurbjörn segir voru Valsmenn nokkuð frá sínu besta í fyrri hálfleik en engu að síður var liðið yfir í hálfleik. „Við höfum líka spilað leiki í sumar þar sem við höfum mjög öflugir en verið undir. Það hlaut að koma að því að þetta féll aðeins með okkur Þessi bolti er sérstakur. Við höfum oft spilað betur og tapað stigum en við þurfum að geta gert þetta líka svona,“ sagði Sigurbjörn. Valur endurskipulagði lið sitt í hálfleik, féll aftar á völlinn og gaf fá færi á sér. „Við ætluðum ekki að gefa færi á okkur. Þetta gekk ekki hjá okkur sóknarlega í kvöld og þá verðum við að geta lokað þessu svona.“ Valur tapaði í tvígang illa fyrir Bröndby í Evrópukeppninni en hefur gengið öllu betur í leikjunum í kringum þá og náð að ýta þeim úrslitum frá sér. „Við töpuðum fyrir Bröndby hérna heima og unnum svo Fylki í bikarnum. Sama gerðist núna að við töpum úti og vinnum hér þannig að við höfum svarað þessum tapleikjum í Evrópukeppninni mjög vel,“ sagði Sigurbjörn. Valur hefur verið umtalsvert nær fallsæti en toppsæti í deildinni í sumar en sigurinn í kvöld lyftir liðinu upp í miðja deild. „Við settum þetta upp þannig að þetta væri þrjú stig sem skipti okkur gríðarlegu máli á þessum tímapunkti. „Menn unnu fyrir þessum þremur stigum. Við vorum þéttir í seinni hálfleik og unnum fyrir þessum stigum,“ sagði Sigurbjörn. Bjarni: Þurfum að taka stigin annars staðar en hér„Við erum hundfúlir. Það vantaði örlítið meiri gæði í leikinn fram á við í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV. „Við eigum tvö stangarskot, annað í stöðunni 1-0 og hitt í stöðunni 1-1. Svona færi verðum við að nýta.“ ÍBV lék frábærlega í fyrri hálfleik og skapaði sér góð færi til viðbótar við skotin tvö sem fóru í slána. „Við tókum þá í bólinu með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og vorum klókir en gerum okkur svo seka í báðum mörkunum um mjög döpur mistök og það varð okkur að falli. „Það var hörmungar varnarleikur í báðum mörkunum og eitthvað sem við þurfum að laga. Við vissum að bæði Guðjón (Pétur Lýðsson) og Kristinn (Ingi Halldórsson) hlaupa vel inn í teig þannig að það kom okkur ekkert á óvart að þeir birtust þarna. Það vantaði bara mína menn á eftir þeim,“ sagði Bjarni. ÍBV lék mjög vel í fyrri hálfleik en liðið náði lítið að skapa í seinni hálfleik þegar Valsmenn gáfu minna pláss til baka. „Við náðum aldrei að stíga almennilega á boltann og færa hann. Við fáum samt ágætt færi eftir horn. Fríann skalla. „Að mínu mati áttum við að nýta fyrri hálfleikinn mikið betur en við gerðum. Víst við gerðum það ekki varð það okkur að falli.“ ÍBV hefur tapað þremur leikjum í röð og er langt frá toppsætinu sem liðið náði að verma í andartak fyrir ekki svo löngu. „Það er stutt á milli í þessu. Enginn af þessum leikjum hafa verið arfa slakir en okkur vantar örlítinn neista til að klára þetta. „Við þurfum að taka þessa góðu hluti með okkur og taka stiginn annars staðar en hér,“ sagði Bjarni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn