Gríðarleg öryggisgæsla fyrir úrslitaleik EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 15:45 Mótið hefur að mestu farið vel fram. Vísir/Getty Franska lögreglan hefur stóraukið viðbúnað sinn í París en þar fer úrslitaleikur Evrópumótsins fram í kvöld. Rúmlega 5000 lögreglumenn gæta öryggis á helstu samkomustöðum stuðningsmanna í borginni. Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi hefur verið haldið í skugga hryðjuverkaógnar í kjölfar þeirra árása sem gerðar voru í París í nóvember þar sem 130 létu lífið. Öryggisgæsla á mótinu hefur því verið mikil og nær hámarki í dag þegar Frakkar leika til úrslita gegn Portúgölum á Stade de France vellinum í París. Lögreglan og herinn hafa gætt öryggis almennings á mótinu en rúmlega 5000 lögreglumenn verða á vaktinni í frönsku höfuðborginni í dag. 3400 lögregluþjónar verða í kringum leikvanginn sjálfan og 1900 við stuðningsmannasvæðið sem staðsett er við Eiffel turninn. Öryggisgæslan á mótinu hefur verið mikil en talið er að í kringum 90000 manns hafa komið að gæslu á leikvöngum, stuðnginsmannasvæðum og á götum úti meðan á mótinu hefur staðið. Vinni Frakkar evrópumeistaratitilinn í kvöld verður engin sigurhátíð haldin í borginni líkt og gert var þegar Frakkar urðu heimsmeistarar fyrir átján árum vegna öryggissjónarmiða. Þá voru milljón manna sem fögnuðu franska liðinu á götum úti en í ljósi atburða síðasta árs treysta yfirvöld sér ekki til að gæta öryggis svo margra í borginni. Frökkum hefur tekist vel til með öryggisgæslu á mótinu ef frá eru talin atvik sem urðu milli stuðningsmanna Englendinga og Rússa í Marseille í upphafi mótsins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Franska lögreglan hefur stóraukið viðbúnað sinn í París en þar fer úrslitaleikur Evrópumótsins fram í kvöld. Rúmlega 5000 lögreglumenn gæta öryggis á helstu samkomustöðum stuðningsmanna í borginni. Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi hefur verið haldið í skugga hryðjuverkaógnar í kjölfar þeirra árása sem gerðar voru í París í nóvember þar sem 130 létu lífið. Öryggisgæsla á mótinu hefur því verið mikil og nær hámarki í dag þegar Frakkar leika til úrslita gegn Portúgölum á Stade de France vellinum í París. Lögreglan og herinn hafa gætt öryggis almennings á mótinu en rúmlega 5000 lögreglumenn verða á vaktinni í frönsku höfuðborginni í dag. 3400 lögregluþjónar verða í kringum leikvanginn sjálfan og 1900 við stuðningsmannasvæðið sem staðsett er við Eiffel turninn. Öryggisgæslan á mótinu hefur verið mikil en talið er að í kringum 90000 manns hafa komið að gæslu á leikvöngum, stuðnginsmannasvæðum og á götum úti meðan á mótinu hefur staðið. Vinni Frakkar evrópumeistaratitilinn í kvöld verður engin sigurhátíð haldin í borginni líkt og gert var þegar Frakkar urðu heimsmeistarar fyrir átján árum vegna öryggissjónarmiða. Þá voru milljón manna sem fögnuðu franska liðinu á götum úti en í ljósi atburða síðasta árs treysta yfirvöld sér ekki til að gæta öryggis svo margra í borginni. Frökkum hefur tekist vel til með öryggisgæslu á mótinu ef frá eru talin atvik sem urðu milli stuðningsmanna Englendinga og Rússa í Marseille í upphafi mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira