Mótmælaaldan í Bandaríkjunum vegna dauðsfalla svartra manna af völdum lögreglu heldur áfram að breiða úr sér í bandarískum borgum.
Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í San Francisco í Kaliforníu og í Miami í Flórída. Í New York voru einnig tuttugu handteknir eftir fjölmenn mótmæli á Manhattan.
Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram að undanskildum borgunum Baton Rouge í Louisiana-ríkiu og í Minnesota þar sem dauðsföll tveggja svarta manna af völdum lögreglu í síðustu áttu sér stað.
Sjá einnig:Bandarískt þjóðfélag í uppnámi
Spennan hefur magnast í Bandaríkjunum á undanförnum dögum eftir dauðsföll Philando Castle og Alton Sterling og árásina í Dallas þar sem fimm lögreglumenn létust en árásarmaðurinn var sérstaklega á eftir hvítum lögreglumönnum.
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fordæmt árásina í Dallas en segir að lögregla þyrfti að hafa hraðar hendur við umbætur á lögregluofbeldi gegn minnihlutahópum sem væri óásættanlegt.
Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út

Tengdar fréttir

Bandarískt þjóðfélag í uppnámi
Bandarískt þjóðfélag logar vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi.

Talið víst að árárasmaðurinn í Dallas hafi verið einn að verki
Í fyrstu var talið að leyniskyttur hefðu einnig skotið að lögreglumönnunum sem myrtir voru.

„Engin réttlæting fyrir árásum sem þessum“
Barack Obama sagði árásina í Dallas hafa verið útpælda og grimmilega.

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna
Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.