Aukning á alvarlegum slysum þar sem erlendir ferðamenn koma við sögu Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júlí 2016 08:00 Undanfarin ár hefur banaslysum í umferðinni farið fækkandi en þeim fjölgaði þó í fyrra og voru þá 16 talsins. „Það hefur orðið mikil aukning á alvarlegum slysum og banaslysum þar sem erlendir ferðamenn eiga í hlut,” segir Ágúst Mogensen, rannsóknastjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Undanfarið hafa orðið óvenju mörg banaslys í umferðinni. „Þetta er mjög mikið á stuttum tíma. Í fyrra voru 16 banaslys í umferðinni en árið þar áður voru þau fjögur. Og þá höfðu verið ár þar sem að voru ekki svona mörg, bæði alvarleg umferðarslys og banaslys, þannig að þessi aukning er að koma okkur svolítið á óvart, það verður að segjast eins og er og veldur okkur vonbrigðum,” segir Ágúst. „Við höfum engar tölur fyrir 2016, en ég hef þó heyrt á lögreglumönnum að það er töluvert um slys erlendra ferðamanna, útafakstur og annað. En við sjáum þetta betur þegar árið er gert upp. Það sem við vitum er að það eru engu færri ferðamenn á ferðinni í ár en í fyrra.“ Um áhrif erlendra ferðamanna segir Ágúst að í fyrra hafi verið fimm banaslys sem erlendir ferðamenn áttu aðild að.Hefur þessi mikla fjölgun erlendra ferðamanna haft áhrif á umferðaröryggi? „Við náttúrulega sjáum það í tölunum. Það er aukning í alvarlegum umferðarslysum sem að má rekja beinlínis til erlendra ferðamanna.”Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysaÓlöf Nordal, innanríkisráðherra, sem fer þannig með samgöngumál segir umferðaröryggisaðgerðir nýtast öllum vegfarendum, ekki eingöngu erlendum ferðamönnum. Unnið sé að því nú að bæta öryggi vegakerfisins. Það sé allra hagur. „En það er langtímaverkefni sem kallar á aukið fjármagn. Varðandi erlenda ferðamenn sérstaklega hafa menn reynt að fræða þá um aðstæður til aksturs hér á landi,“ útskýrir Ólöf og tekur stýrisspjöld í bílaleigubílum sem dæmi um tilraunir til fræðslu. „Stýrisspjöldin hafa verið búin til í um áratug og voru endurhönnuð nú í ár, sérstök áhersla er til dæmis lögð á notkun bílbelta en dæmin sanna að mikill misbrestur er á að ferðamenn noti þau,“ útskýrir ráðherrann.Ólöf NordalVísir/PjeturHún segir jafnframt að mjög víða þurfi að laga umhverfi vega í þeim tilgangi að draga úr meiðslum við útafakstur. „Þar sem ekki er hægt að laga umhverfi þarf og verður að setja upp vegrið. En vegrið eru dýr,“ útskýrir Ólöf. Þannig getur aðeins einn kílómeter af vegriðum kostað á bilinu tólf til fimmtán milljónir króna. „Í þetta fara árlegar fjárveitingar og viðbótarfé kom í ár en fengist aukið fé í umferðaröryggisaðgerðir yrði það mjög vel nýtt. Það má alltaf gera betur.“ Vegagerðin er í samskiptum við ferðaþjónustuna, flutningsaðila, sveitarfélög og aðra. „Almennt er samt talið að ástand merkinga á landinu sé ágætt þótt megi gera betur,” heldur hún áfram. Mest hafi verið rætt um að bæta þurfi merkingar á ensku. Þá er farið öðru hvoru í sérstakt átak í merkingum til viðbótar við hefðbundna endurnýjun, eins og til dæmis á þessu ári þegar merkingar við einbreiðar brýr verða auknar, ekki síst með tilliti til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Við byrjum á kaflanum Reykjavík-Höfn en fyrsta einbreiða brúin þegar ekið er í austur frá Reykjavík er yfir Jökulsá á Sólheimasandi.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir ávallt dapurlegt þegar fólk slasist í umferðinni. „Það að tryggja öryggi ferðamanna er eitt af helstu áherslumálunum sem við höfum verið að vinna að á undanförnum árum. Við höfum lagt mikla áherslu á að vinna heildstætt, þvert á ráðuneyti og með fagaðilum eins og Landsbjörgu, með það að markmiði að tryggja enn betur öryggi ferðamanna.“ Ragnheiður Elín segir jafnframt að fyrst og síðast þurfi samhæfð vinnubrögð margra. „Þessi mál heyra undir fjölmörg ráðuneyti og stofnanir. Þess vegna var á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála í upphafi árs strax lögð sérstök áhersla á að vinna tillögur sem lúta að öryggi ferðamanna með aðkomu allra þessara aðila. Í kjölfarið voru samþykktar tillögur sem ríkisstjórn fjallaði um og kom í framkvæmd hjá viðkomandi ráðuneytum.“ Þær tillögur lúta meðal annars að úrbótum á fjölförnum ferðamannastöðum, aukinni löggæslu, auknum merkingum og vetrarþjónustu á vegum, aukinni landvörslu, löggæslu á hálendinu, bættri upplýsingagjöf, forvarnir og svo framvegis. Ragnheiður Elín segir mikla þörf á því að upplýsa ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem leynast í íslenskri náttúru. „Það hefur verið unnið að því markvisst undanfarið að bæta þessa upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna.“Hver er ábyrgð okkar, yfirvalda, í þessum efnum og hvenær þarf fólk einfaldlega að bera ábyrgð á sér sjálft? „Þetta er mjög góð spurning því auðvitað berum við öll ábyrgð á einhvern hátt,“ segir Ragnheiður Elín. „Við sem ferðamenn, hvar sem við erum í heiminum, berum auðvitað ríka ábyrgð á öryggi okkar sjálfra. Hvort sem það er erlendur ferðamaður að keyra á fjallavegum á Íslandi eða íslenskur ferðamaður sem keyrir á hraðbrautum eða í stórborgum í útlöndum. Stjórnvöld bera ábyrgð á að tryggja innviði, að þeir séu í lagi og því að koma réttum upplýsingum á framfæri. Á það hefur verið lögð áhersla, verkefnalistinn er langur, verkefnum er ekki lokið en margt hefur áunnist. Núverandi ríkisstjórn hefur veitt rúmum 2,3 milljörðum til sjóðsins. Það hefur gert honum kleift að styðja við uppbyggingu um allt land og huga vel að öryggismálum. Ísland er margbrotið land og oft erfitt yfirferðar fyrir þá sem ekki þekkja til. Stjórnvöld geta auðvitað aldrei komið í veg fyrir að ferðamenn hunsi viðvaranir skilta á hættulegum stöðum.“Hálendisvakt og skóli fyrir ferðamenn Safetravel var sérstaklega sett á laggirnar til að bæta slysavarnir. Að verkefninu koma ráðuneytið og stofnanir, greinin sjálf, hagsmunaðilar og Slysavarnafélagið Landsbjörg sem gegnir þar lykilhlutverki. Yfir hálf milljón ferðamanna sóttu fróðleik um örugga ferðahegðun hér landi á vefsíðunni safetravel.is. Þar geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlun og látið vakta örugga heimkomu. Hátt í 2000 ferðamenn nýttu sér það á síðasta ári. Á haustdögum mun ferðamaður sem er með virka ferðaáætlun geta fengið sms með aðvörunum um veður og annað sem gæti truflað ferðalagið. Safetravel rekur einnig skjáupplýsingakerfi ferðamanna og hefur komið upp 70 sjónvarpskjám á vinsælum viðkomustöðum ferðamanna. Á hverjum skjá má finna upplýsingar s.s. vefmyndavélar Vegagerðarinnar, veðurspá, aðvaranir, færðarkort og fleira.Hálendisvakt björgunarsveitanna er starfrækt á hverju sumri og styrkt af ráðuneytinu. Fjórir hópar sjálfboðaliða björgunarsveita standa vaktina og liðsinntu um 4.000 ferðamönnum á síðasta ári. Iceland Academy er rafrænn skóli fyrir ferðamenn sem Íslandsstofa hefur sett á fót. Markmiðið með skólanum er að aðstoða ferðamenn við að ferðast öruggir um landið okkar. Þar er beinlínis lögð áhersla á að þó Ísland sé fagurt þá geti leynst þar margar hættur fyrir þá sem ekki þekkja aðstæður. Vefsíðan geymir t.a.m. upplýsingar um hvernig best sé að keyra um Ísland, hvernig maður ferðast á jöklum og hvernig maður býr sig undir það að stunda vetraríþróttir á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Undanfarin ár hefur banaslysum í umferðinni farið fækkandi en þeim fjölgaði þó í fyrra og voru þá 16 talsins. „Það hefur orðið mikil aukning á alvarlegum slysum og banaslysum þar sem erlendir ferðamenn eiga í hlut,” segir Ágúst Mogensen, rannsóknastjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Undanfarið hafa orðið óvenju mörg banaslys í umferðinni. „Þetta er mjög mikið á stuttum tíma. Í fyrra voru 16 banaslys í umferðinni en árið þar áður voru þau fjögur. Og þá höfðu verið ár þar sem að voru ekki svona mörg, bæði alvarleg umferðarslys og banaslys, þannig að þessi aukning er að koma okkur svolítið á óvart, það verður að segjast eins og er og veldur okkur vonbrigðum,” segir Ágúst. „Við höfum engar tölur fyrir 2016, en ég hef þó heyrt á lögreglumönnum að það er töluvert um slys erlendra ferðamanna, útafakstur og annað. En við sjáum þetta betur þegar árið er gert upp. Það sem við vitum er að það eru engu færri ferðamenn á ferðinni í ár en í fyrra.“ Um áhrif erlendra ferðamanna segir Ágúst að í fyrra hafi verið fimm banaslys sem erlendir ferðamenn áttu aðild að.Hefur þessi mikla fjölgun erlendra ferðamanna haft áhrif á umferðaröryggi? „Við náttúrulega sjáum það í tölunum. Það er aukning í alvarlegum umferðarslysum sem að má rekja beinlínis til erlendra ferðamanna.”Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysaÓlöf Nordal, innanríkisráðherra, sem fer þannig með samgöngumál segir umferðaröryggisaðgerðir nýtast öllum vegfarendum, ekki eingöngu erlendum ferðamönnum. Unnið sé að því nú að bæta öryggi vegakerfisins. Það sé allra hagur. „En það er langtímaverkefni sem kallar á aukið fjármagn. Varðandi erlenda ferðamenn sérstaklega hafa menn reynt að fræða þá um aðstæður til aksturs hér á landi,“ útskýrir Ólöf og tekur stýrisspjöld í bílaleigubílum sem dæmi um tilraunir til fræðslu. „Stýrisspjöldin hafa verið búin til í um áratug og voru endurhönnuð nú í ár, sérstök áhersla er til dæmis lögð á notkun bílbelta en dæmin sanna að mikill misbrestur er á að ferðamenn noti þau,“ útskýrir ráðherrann.Ólöf NordalVísir/PjeturHún segir jafnframt að mjög víða þurfi að laga umhverfi vega í þeim tilgangi að draga úr meiðslum við útafakstur. „Þar sem ekki er hægt að laga umhverfi þarf og verður að setja upp vegrið. En vegrið eru dýr,“ útskýrir Ólöf. Þannig getur aðeins einn kílómeter af vegriðum kostað á bilinu tólf til fimmtán milljónir króna. „Í þetta fara árlegar fjárveitingar og viðbótarfé kom í ár en fengist aukið fé í umferðaröryggisaðgerðir yrði það mjög vel nýtt. Það má alltaf gera betur.“ Vegagerðin er í samskiptum við ferðaþjónustuna, flutningsaðila, sveitarfélög og aðra. „Almennt er samt talið að ástand merkinga á landinu sé ágætt þótt megi gera betur,” heldur hún áfram. Mest hafi verið rætt um að bæta þurfi merkingar á ensku. Þá er farið öðru hvoru í sérstakt átak í merkingum til viðbótar við hefðbundna endurnýjun, eins og til dæmis á þessu ári þegar merkingar við einbreiðar brýr verða auknar, ekki síst með tilliti til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Við byrjum á kaflanum Reykjavík-Höfn en fyrsta einbreiða brúin þegar ekið er í austur frá Reykjavík er yfir Jökulsá á Sólheimasandi.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir ávallt dapurlegt þegar fólk slasist í umferðinni. „Það að tryggja öryggi ferðamanna er eitt af helstu áherslumálunum sem við höfum verið að vinna að á undanförnum árum. Við höfum lagt mikla áherslu á að vinna heildstætt, þvert á ráðuneyti og með fagaðilum eins og Landsbjörgu, með það að markmiði að tryggja enn betur öryggi ferðamanna.“ Ragnheiður Elín segir jafnframt að fyrst og síðast þurfi samhæfð vinnubrögð margra. „Þessi mál heyra undir fjölmörg ráðuneyti og stofnanir. Þess vegna var á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála í upphafi árs strax lögð sérstök áhersla á að vinna tillögur sem lúta að öryggi ferðamanna með aðkomu allra þessara aðila. Í kjölfarið voru samþykktar tillögur sem ríkisstjórn fjallaði um og kom í framkvæmd hjá viðkomandi ráðuneytum.“ Þær tillögur lúta meðal annars að úrbótum á fjölförnum ferðamannastöðum, aukinni löggæslu, auknum merkingum og vetrarþjónustu á vegum, aukinni landvörslu, löggæslu á hálendinu, bættri upplýsingagjöf, forvarnir og svo framvegis. Ragnheiður Elín segir mikla þörf á því að upplýsa ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem leynast í íslenskri náttúru. „Það hefur verið unnið að því markvisst undanfarið að bæta þessa upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna.“Hver er ábyrgð okkar, yfirvalda, í þessum efnum og hvenær þarf fólk einfaldlega að bera ábyrgð á sér sjálft? „Þetta er mjög góð spurning því auðvitað berum við öll ábyrgð á einhvern hátt,“ segir Ragnheiður Elín. „Við sem ferðamenn, hvar sem við erum í heiminum, berum auðvitað ríka ábyrgð á öryggi okkar sjálfra. Hvort sem það er erlendur ferðamaður að keyra á fjallavegum á Íslandi eða íslenskur ferðamaður sem keyrir á hraðbrautum eða í stórborgum í útlöndum. Stjórnvöld bera ábyrgð á að tryggja innviði, að þeir séu í lagi og því að koma réttum upplýsingum á framfæri. Á það hefur verið lögð áhersla, verkefnalistinn er langur, verkefnum er ekki lokið en margt hefur áunnist. Núverandi ríkisstjórn hefur veitt rúmum 2,3 milljörðum til sjóðsins. Það hefur gert honum kleift að styðja við uppbyggingu um allt land og huga vel að öryggismálum. Ísland er margbrotið land og oft erfitt yfirferðar fyrir þá sem ekki þekkja til. Stjórnvöld geta auðvitað aldrei komið í veg fyrir að ferðamenn hunsi viðvaranir skilta á hættulegum stöðum.“Hálendisvakt og skóli fyrir ferðamenn Safetravel var sérstaklega sett á laggirnar til að bæta slysavarnir. Að verkefninu koma ráðuneytið og stofnanir, greinin sjálf, hagsmunaðilar og Slysavarnafélagið Landsbjörg sem gegnir þar lykilhlutverki. Yfir hálf milljón ferðamanna sóttu fróðleik um örugga ferðahegðun hér landi á vefsíðunni safetravel.is. Þar geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlun og látið vakta örugga heimkomu. Hátt í 2000 ferðamenn nýttu sér það á síðasta ári. Á haustdögum mun ferðamaður sem er með virka ferðaáætlun geta fengið sms með aðvörunum um veður og annað sem gæti truflað ferðalagið. Safetravel rekur einnig skjáupplýsingakerfi ferðamanna og hefur komið upp 70 sjónvarpskjám á vinsælum viðkomustöðum ferðamanna. Á hverjum skjá má finna upplýsingar s.s. vefmyndavélar Vegagerðarinnar, veðurspá, aðvaranir, færðarkort og fleira.Hálendisvakt björgunarsveitanna er starfrækt á hverju sumri og styrkt af ráðuneytinu. Fjórir hópar sjálfboðaliða björgunarsveita standa vaktina og liðsinntu um 4.000 ferðamönnum á síðasta ári. Iceland Academy er rafrænn skóli fyrir ferðamenn sem Íslandsstofa hefur sett á fót. Markmiðið með skólanum er að aðstoða ferðamenn við að ferðast öruggir um landið okkar. Þar er beinlínis lögð áhersla á að þó Ísland sé fagurt þá geti leynst þar margar hættur fyrir þá sem ekki þekkja aðstæður. Vefsíðan geymir t.a.m. upplýsingar um hvernig best sé að keyra um Ísland, hvernig maður ferðast á jöklum og hvernig maður býr sig undir það að stunda vetraríþróttir á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira