50 Cent býðst til að bjarga Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 15:27 Ef til vill ætti BBC að íhuga gott boð 50 Cent. Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent