Frumsýning: Ber skylda að gera aðeins snilld Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júlí 2016 13:06 Saga og Snorri. Vísir/Sigurður Unnarsson Hann hefur nú aldrei verið þekktur fyrir að vera annað en fremur hófstilltur en á nýrri breiðskífu Snorra Helgasonar er eins og svífi jafnvel stærri skammtur af æðruleysi en áður. Platan sem er sú fyrsta sem hann syngur í heild á íslensku, kom út stafrænt og á geisladisk um miðjan mánuðinn en sér í dag útgáfu á vínýl. Að því tilefni gaf Snorri út nýtt myndband í dag eftir Sigurð Unnar Birgisson leikstjóra við titillag plötunnar Vittu til. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í því fylgjumst við með Snorra í vinnunni. Hvort sem það er í bíl á leiðinni til Egilsstaða, að klæða sig upp á hótelherberginu áður en hann rýkur út á næstu tónleika eða bara í stund á milli stríða að fá sér einn svellkaldan... ís í Perlunni. „Hann kom með okkur þegar við vorum að spila á Drangsnesi. Þetta er smá ferðavídjó,“ segir Snorri. „Ég man að ég samdi þetta lag þegar við vorum á Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðinni. Valgeir Guðjónsson var að spila um kvöldið og ég og Saga sátum og vorum að hlusta á plöturnar sem hann gaf út í kringum árið 1977. Það er Sturla með Spilverkinu, Á bleikum náttkjólum sem þeir gerðu svo með Megasi og svo barnaplötuna Hrekkjusvín. Sú heilaga þrenning.“Ástaróður til frelsisins og ástarinnar Snorri hefur greinilega miklar mætur á þessum plötum því í kjölfarið öðlaðist hann einhvers konar lífssýn sem hann svo tileinkaði sér og samdi texta lagsins Vittu til um. „Ég fékk þá hugmynd að mér ber skylda til þess að gera bara snilld. Af því að ég kemst upp með það. Það er svo margir sem hafa ekki eins frjálsar hendur og ég. Ég á ekki neitt, ekki einu sinni bíl, og er bara að gera það sem ég elska. Einhvern veginn hefur mér tekist að komast upp með það í tíu ár. Þess vegna finnst mér það vera skylda mín að gera bara eitthvað skemmtilegt og gefa af mér í leiðinni.“ Snorri segir lagið því vera einskonar ástaróð til frelsisins og ástarinnar sjálfrar en hann og leikkonan Saga Garðarsdóttir hafa verið par um skeið. Hún sést til dæmis á afar sætu augnabliki í myndbandinu. Hljómsveitin Snorri Helgason kemur næst fram á Innipúkanum um Verslunarmannahelgina. Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Útilega er ekki pakki sem hentar öllum og þess vegna eru það sífellt fleiri sem kjósa að njóta dagskrárinnar um Verslunarmannahelgina innandyra þar sem pollabuxur og lopapeysa er valfrjáls útbúnaður og Innipúkinn fer ört stækkandi. 8. júní 2016 09:45 Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu. 8. júní 2016 10:30 Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hann hefur nú aldrei verið þekktur fyrir að vera annað en fremur hófstilltur en á nýrri breiðskífu Snorra Helgasonar er eins og svífi jafnvel stærri skammtur af æðruleysi en áður. Platan sem er sú fyrsta sem hann syngur í heild á íslensku, kom út stafrænt og á geisladisk um miðjan mánuðinn en sér í dag útgáfu á vínýl. Að því tilefni gaf Snorri út nýtt myndband í dag eftir Sigurð Unnar Birgisson leikstjóra við titillag plötunnar Vittu til. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í því fylgjumst við með Snorra í vinnunni. Hvort sem það er í bíl á leiðinni til Egilsstaða, að klæða sig upp á hótelherberginu áður en hann rýkur út á næstu tónleika eða bara í stund á milli stríða að fá sér einn svellkaldan... ís í Perlunni. „Hann kom með okkur þegar við vorum að spila á Drangsnesi. Þetta er smá ferðavídjó,“ segir Snorri. „Ég man að ég samdi þetta lag þegar við vorum á Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðinni. Valgeir Guðjónsson var að spila um kvöldið og ég og Saga sátum og vorum að hlusta á plöturnar sem hann gaf út í kringum árið 1977. Það er Sturla með Spilverkinu, Á bleikum náttkjólum sem þeir gerðu svo með Megasi og svo barnaplötuna Hrekkjusvín. Sú heilaga þrenning.“Ástaróður til frelsisins og ástarinnar Snorri hefur greinilega miklar mætur á þessum plötum því í kjölfarið öðlaðist hann einhvers konar lífssýn sem hann svo tileinkaði sér og samdi texta lagsins Vittu til um. „Ég fékk þá hugmynd að mér ber skylda til þess að gera bara snilld. Af því að ég kemst upp með það. Það er svo margir sem hafa ekki eins frjálsar hendur og ég. Ég á ekki neitt, ekki einu sinni bíl, og er bara að gera það sem ég elska. Einhvern veginn hefur mér tekist að komast upp með það í tíu ár. Þess vegna finnst mér það vera skylda mín að gera bara eitthvað skemmtilegt og gefa af mér í leiðinni.“ Snorri segir lagið því vera einskonar ástaróð til frelsisins og ástarinnar sjálfrar en hann og leikkonan Saga Garðarsdóttir hafa verið par um skeið. Hún sést til dæmis á afar sætu augnabliki í myndbandinu. Hljómsveitin Snorri Helgason kemur næst fram á Innipúkanum um Verslunarmannahelgina.
Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Útilega er ekki pakki sem hentar öllum og þess vegna eru það sífellt fleiri sem kjósa að njóta dagskrárinnar um Verslunarmannahelgina innandyra þar sem pollabuxur og lopapeysa er valfrjáls útbúnaður og Innipúkinn fer ört stækkandi. 8. júní 2016 09:45 Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu. 8. júní 2016 10:30 Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Útilega er ekki pakki sem hentar öllum og þess vegna eru það sífellt fleiri sem kjósa að njóta dagskrárinnar um Verslunarmannahelgina innandyra þar sem pollabuxur og lopapeysa er valfrjáls útbúnaður og Innipúkinn fer ört stækkandi. 8. júní 2016 09:45
Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu. 8. júní 2016 10:30