Fatastíll Celine Dion vekur verðskuldaða athygli Ritstjórn skrifar 25. júlí 2016 12:00 Söngkonan glæsilega kom fram á tónleikum á dögunum í pallíettu dragt. Það gerist varla meira töff en það. Það hefur ekki farið framhjá neinum tískuáhugamanni að á seinustu misserum hefur söngkonan Celine Dion verið að klæða sig óaðfinnanlega. Ástæðan fyrir því er að hún réð til sín nýjan stílista í byrjun sumars en sá heitir Law Roach. Hann var á dögunum ráðinn sem einn af nýjum dómurunum í næstu America's Next Top Model seríu. Celine hefur verið að koma víðsvegar fram og að taka upp ný tónlistarmyndbönd. Það er greinilegt að hún hafi verið tilbúin fyrir breytingar í fataskápnum en hingað til hefur hún verið að klæðast hefðbundnari fötum. Núna er hún óhrædd við að rokka leður síðkjól og pallíettu jakkaföt. Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum gríðarlega erfiða tíma fyrr á árinu þar sem hún missti bæði eiginmann sinn og bróður með tveggja daga millibili þá lítur hún út fyrir að vera að komast aftur á skrið. Það verður spennandi að fylgjast með henni á næstu mánuðum. Sumarlegt og flott dress sem er heldur betur líflegt miðað við gamla fatastílinn hennar Celine.Stór munstur og skærir litir eru greinilega í uppáhaldi hjá Law Roach og Celine.Celine fór ekki framhjá neinum þegar hún mætti á Dior sýninguna í París fyrr í mánuðinum.Í stuttum glimmerkjól að sýna flottu fæturna sína hjá Jimmy Fallon á dögunum.Á Giambattista Valli sýningunni í París fyrr í mánuðinum. Fallegur kjóll við fallega kápu.Leður síðkjóll, hver gæti látið það virka jafn vel og sjálf Celine Dion? Mest lesið Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour Harry Styles í Gucci á forsíðu Rolling Stone Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour Airwaves 2017: Skraut, silfur og bleikt Glamour
Það hefur ekki farið framhjá neinum tískuáhugamanni að á seinustu misserum hefur söngkonan Celine Dion verið að klæða sig óaðfinnanlega. Ástæðan fyrir því er að hún réð til sín nýjan stílista í byrjun sumars en sá heitir Law Roach. Hann var á dögunum ráðinn sem einn af nýjum dómurunum í næstu America's Next Top Model seríu. Celine hefur verið að koma víðsvegar fram og að taka upp ný tónlistarmyndbönd. Það er greinilegt að hún hafi verið tilbúin fyrir breytingar í fataskápnum en hingað til hefur hún verið að klæðast hefðbundnari fötum. Núna er hún óhrædd við að rokka leður síðkjól og pallíettu jakkaföt. Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum gríðarlega erfiða tíma fyrr á árinu þar sem hún missti bæði eiginmann sinn og bróður með tveggja daga millibili þá lítur hún út fyrir að vera að komast aftur á skrið. Það verður spennandi að fylgjast með henni á næstu mánuðum. Sumarlegt og flott dress sem er heldur betur líflegt miðað við gamla fatastílinn hennar Celine.Stór munstur og skærir litir eru greinilega í uppáhaldi hjá Law Roach og Celine.Celine fór ekki framhjá neinum þegar hún mætti á Dior sýninguna í París fyrr í mánuðinum.Í stuttum glimmerkjól að sýna flottu fæturna sína hjá Jimmy Fallon á dögunum.Á Giambattista Valli sýningunni í París fyrr í mánuðinum. Fallegur kjóll við fallega kápu.Leður síðkjóll, hver gæti látið það virka jafn vel og sjálf Celine Dion?
Mest lesið Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour Harry Styles í Gucci á forsíðu Rolling Stone Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour Airwaves 2017: Skraut, silfur og bleikt Glamour