Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 23:54 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims. CrossFit Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims.
CrossFit Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira