Ekki vera fáviti Helga Vala Helgadóttir skrifar 25. júlí 2016 07:00 Anna bauð Magga, gamla menntaskólavini sínum í kaffi og var mjög spennt að heyra allt um líf hans. Þau höfðu verið í sömu klíkunni í menntaskóla en eftir útskrift hélt hver í sína áttina. Maggi mætti stundvíslega, hlakkaði til að heyra af félögunum. Hverjir voru hvar að gera hvað og með hverjum? Anna bauð upp á kaffi og Maggi var upplýstur um staðreyndir og slúður í bland. Það fór virkilega vel á með þeim, gömlu vinunum. Svo kom rúsínan í pylsuendanum. Gulrótarkakan sem Anna hafði bakað handa Magga. Maggi afþakkaði sneiðina! Hann vildi ekki gulrótarköku. Anna reyndi að fá hann til að smakka smá, þau væru nú svo góðir vinir og hann hefði viljað koma í kaffi en hann stóð fastur á sínu. Anna varð örg og ákvað að koma honum í skilning um að gulrótarkakan væri alveg málið en Maggi vildi bara ræða gamla tíma. Loks stóð Anna upp og tróð stórri sneið af köku upp í munninn á Magga. Hann hafði jú komið í heimsókn og þannig gefið í skyn að hann vildi kannski köku með kaffinu. Þetta er auðvitað fjarstæðukennd dæmisaga. En setjið kynlíf inn fyrir köku. Hvers vegna er svona flókið að fá skýrt samþykki fyrir kynlífi? Hvers vegna býður maður frekar upp á slíkt ofbeldi með því að þekkjast heimboð og hvers vegna má sá sem „á kökuna“ þá frekar ætla að samþykki fyrir öllu öðru hafi verið veitt? Ekki vera fáviti. Fáðu skýrt samþykki. Það vill enginn vera nauðgari.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Anna bauð Magga, gamla menntaskólavini sínum í kaffi og var mjög spennt að heyra allt um líf hans. Þau höfðu verið í sömu klíkunni í menntaskóla en eftir útskrift hélt hver í sína áttina. Maggi mætti stundvíslega, hlakkaði til að heyra af félögunum. Hverjir voru hvar að gera hvað og með hverjum? Anna bauð upp á kaffi og Maggi var upplýstur um staðreyndir og slúður í bland. Það fór virkilega vel á með þeim, gömlu vinunum. Svo kom rúsínan í pylsuendanum. Gulrótarkakan sem Anna hafði bakað handa Magga. Maggi afþakkaði sneiðina! Hann vildi ekki gulrótarköku. Anna reyndi að fá hann til að smakka smá, þau væru nú svo góðir vinir og hann hefði viljað koma í kaffi en hann stóð fastur á sínu. Anna varð örg og ákvað að koma honum í skilning um að gulrótarkakan væri alveg málið en Maggi vildi bara ræða gamla tíma. Loks stóð Anna upp og tróð stórri sneið af köku upp í munninn á Magga. Hann hafði jú komið í heimsókn og þannig gefið í skyn að hann vildi kannski köku með kaffinu. Þetta er auðvitað fjarstæðukennd dæmisaga. En setjið kynlíf inn fyrir köku. Hvers vegna er svona flókið að fá skýrt samþykki fyrir kynlífi? Hvers vegna býður maður frekar upp á slíkt ofbeldi með því að þekkjast heimboð og hvers vegna má sá sem „á kökuna“ þá frekar ætla að samþykki fyrir öllu öðru hafi verið veitt? Ekki vera fáviti. Fáðu skýrt samþykki. Það vill enginn vera nauðgari.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun