Sport

Ragnheiður Sara komin upp í annað sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er komin upp í annað sætið í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit í Kalifroníu en hún hækkaði sig um tvö sæti með árangri sínum í sjöttu grein keppninnar.

Þetta var önnur af þremur keppnum þriðja dagsins en síðasta greinin er á dagskrá í nótt. Keppni heldur síðan áfram á morgun og lýkur á laugardaginn.

Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig frábærlega í sjöttu greininni þar sem hún náði þrettánda sæti. Þuríður Erla fór líka upp um þrjú sæti og er nú fimmtánda í heildarkeppninni.

Katrín Tanja Davíðsdóttir náði næstbestum árangri í sjöttu greininni af íslensku stelpunum en féll engu að síður úr fimmta sæti niður í það fimmta. Katrín Tanja náði fjórtánda besta tímanum í hnébeygjuþrautinni.

Ástæða þess að hún lækkaði var að sigurvegararnir í greininni tóku mikið stökk ekki síst Ástralinn Kara Webb sem tók öll hundað stigin sem voru í boði.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði 17. besta tímanum í greininni en það dugði henni samt til að fá 46 stig og komst upp fyrir þær Samönthu Briggs og Tennil Reed sem voru fyrir ofan hana fyrir greinina.

Annie Mist Þórisdóttir varð í 25. sæti í sjöttu greininni og er núna í níunda sætinu í heildarkeppninni.

Ragnheiður Sara og Annie Mist sýndu báðar mikinn viljastyrk til að ná síðustu lyftunni upp og náðu með því báðar í dýrmæt stig fyrir lokabaráttuna. Annie Mist drakk í sig kraft frá áhorfendum og lyfti síðan síðustu lyftunni með glæsilegum hætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×