Verið góður en vill gera betur Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2016 08:00 Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er besti leikmaður fyrri umferðar Pepsídeildar karla samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis en hann er með 6,73 í meðaleinkunn eftir ellefu umferðir. Breiðablik hefur eins og í fyrra aðeins fengið á sig átta mörk í fyrstu ellefu leikjunum. Vísir/Hanna Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira