Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH 2 - Þróttur R. 0 | Þægilegur sigur FH á botnliði Þróttar Ingvar Haraldsson í Kaplakrika skrifar 24. júlí 2016 18:15 FH-ingar fagna marki. Vísir/Stefán FH vann Þrótt 2-0 í Kaplakrika í fremur auðveldum leik fyrir heimaliðið. FH-ingar réðu lögum og lofum frá fyrstu mínútu. Sóknir Þróttar voru fáar og stuttar enda töpuðu þeir boltanum oft allt of auðveldlega. Þórarinn Ingi kom FH yfir snemma í fyrri hálfleik. Steve Lennon bæti svo við öðru marki eftir 15 mínútna leik í síðar hálfleik eftir að Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar missti fyrirgjöf sem hann ætlaði að grípa. FH heldur því toppsætinu en Þróttur er enn neðsta lið deildarinnar og þarf að fara að fá stig eigi liðið ekki að falla.Af hverju vann FH? FH var bara miklu betra liðið í leiknum og tókst að koma til baka eftir vonbrigðin í Meistaradeildinni í miðri viku. Héldu boltanum vel sköpuðu sér fjölda færa og sigurinn hefði geta verið enn stærri. Munurinn á efsta og neðsta liði deildarinnar skein í gegn í dag. Hvað gekk vel? FH liðinu gekk vel að halda boltanum og láta hann ganga. Vörn var örugg í öllum sínum aðgerðum og samstarf Bergsveins og Kassim í vörninni heldur áfram að blómstra enda fékk Þróttur ekki færi svo heita getur. Serwy og Þórarinn Ingi voru öflugir á köntunum og sköpuðu usla með hverri fyrirgjöfinni á fætur annarri. Atli Viðar og Lennon voru líka sífellt hættulegir inn í teignum. Hvað gekk illa?Þrótti tókst sjaldan að gefa meira en eina til tvær sendingar áður en þeir sendu hann í fæturna á leikmanni FH, oft á mjög hættulegum stöðum. Þrótti gekk því afar illa að komast yfir miðju, hvað þá að skapa sér færi. Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar gerði hrikaleg mistök í öðru marki FH þó hann hafi oft varið vel í leiknum og komið í veg fyrir að sigurinn yrði enn stærri. Það er enn áhyggjuefni hjá FH mörk liðið skorar fá mörk. Liðið hefði hæglega geta skorað tvö til þrjú mörk í viðbót í dag. FH hefur aðeins einu sinni í deildinni í sumar skorað meira en tvö mörk en það var í fyrstu umferðinni á móti Þrótti. Það er bjargast þó á meðan liðið heldur hreinu.Hvað gerist næst?FH fer til Vestmannaeyja á fimmtudaginn og hitar upp fyrir húkkaraballið með því að spila í undanúrslitum bikarsins gegn ÍBV. Þróttur situr enn límdur við botninn og á mjög erfiðan leik á KR-vellinum á miðvikudaginn eftir verslunarmannahelgi. Eftir það koma leikir á móti Stjörnunni, Breiðablik og Val. Níðþungt prógramm fram undan þar sem stig þurfa að vinnast eigi liðið að eiga einhverja von um að bjarga sér.Heimir: Von á gámi fyrir 31. júlíHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á því að hans liði bæti við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót. „Það kemur örugglega gámur fyrir 31. júlí.“ Lið hans fór með 2-0 sigur af hólmi gegn Þrótti í Kaplakrika í kvöld. Hann vill lítið segja um hvaða stöður á vellinum hann vilji styrkja. „Það er fullt af stöðum en ekkert sem ég get gefið upp hér og nú.” Heimir telur sitt lið þó ekki dapurt þó til þurfi heilan gám af nýjum leikmönnum. „Maður aldrei hvað það eru margir leikmenn í gámnum,“ segir þjálfarinn léttur. Þá var þjálfarinn ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Þrótti. „Við héldum boltanum vel innan liðsins og sköpuðum okkur góð marktækifæri og skoruðum tvö mörk. Þau hefðu mátt vera fleiri og sanngjarn sigur.“ Það er ekki áhyggjuefni að mati Heimis hve fá mörk liðið sé að skora. „Það kemur, tvö núll er fínn sigur og við höldum markinu hreinu. Það kemur þegar líður á mótið. Hann segir liðið hafa tekist vel á við vonbrigðin eftir að hafa dottið úr leik gegn Dundalk í Meistaradeildinni í vikunni. „Við töluðum um það eftir leikinn að það væri búið og við yrðum bara að halda áfram.“Greg Ryder: Verð að vera bjartsýnn á að bjarga liðinuGreg Ryder þjálfari Þróttar segir liðinu hafa gengið þokkalega að halda skipulagi varnarlega, hins vegar hafi liðinu gengið illa að halda boltanum. Of margir leikmenn hafi átt dapran dag sóknarlega til þess að liðið fengi eitthvað út úr leiknum. Þá segist hann verða að vera bjartsýnn á að liðinu takist að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við höfum verið gagnrýndir fyrir að fá á okkur svo mörg mörk. Í síðustu leikjum höfum við verið betri varnarlega en það er nauðsynlegt að skora mörk.“ Þróttur hefur bætti við sig nokkrum nýjum leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Greg segir þá koma vel inn í hópinn. „Þeir hafa gefið okkur eitthvað aukalega svo ég er ánægður með þá.“Hallur Hallsson: Verðum að geta spilað boltanum á milli okkarHallur Hallsson, fyrirliði Þróttar tók undir með þjálfara sínum að ekki hafi gengið nógu vel að halda í boltann. „Ef við ætlum að gera einhverja hluti í þessari deild verðum við að geta spilað boltanum á milli okkar.“ Hallur segir að sínum mönnum hafi gengið ágætlega varnarlega gegn FH. Þetta voru mikið fyrirgjafir sem við vorum að ráða ágætlega við.“ Hins vegar verði sóknarleikurinn og markaskorunin að batna eigi liðið að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
FH vann Þrótt 2-0 í Kaplakrika í fremur auðveldum leik fyrir heimaliðið. FH-ingar réðu lögum og lofum frá fyrstu mínútu. Sóknir Þróttar voru fáar og stuttar enda töpuðu þeir boltanum oft allt of auðveldlega. Þórarinn Ingi kom FH yfir snemma í fyrri hálfleik. Steve Lennon bæti svo við öðru marki eftir 15 mínútna leik í síðar hálfleik eftir að Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar missti fyrirgjöf sem hann ætlaði að grípa. FH heldur því toppsætinu en Þróttur er enn neðsta lið deildarinnar og þarf að fara að fá stig eigi liðið ekki að falla.Af hverju vann FH? FH var bara miklu betra liðið í leiknum og tókst að koma til baka eftir vonbrigðin í Meistaradeildinni í miðri viku. Héldu boltanum vel sköpuðu sér fjölda færa og sigurinn hefði geta verið enn stærri. Munurinn á efsta og neðsta liði deildarinnar skein í gegn í dag. Hvað gekk vel? FH liðinu gekk vel að halda boltanum og láta hann ganga. Vörn var örugg í öllum sínum aðgerðum og samstarf Bergsveins og Kassim í vörninni heldur áfram að blómstra enda fékk Þróttur ekki færi svo heita getur. Serwy og Þórarinn Ingi voru öflugir á köntunum og sköpuðu usla með hverri fyrirgjöfinni á fætur annarri. Atli Viðar og Lennon voru líka sífellt hættulegir inn í teignum. Hvað gekk illa?Þrótti tókst sjaldan að gefa meira en eina til tvær sendingar áður en þeir sendu hann í fæturna á leikmanni FH, oft á mjög hættulegum stöðum. Þrótti gekk því afar illa að komast yfir miðju, hvað þá að skapa sér færi. Trausti Sigurbjörnsson markvörður Þróttar gerði hrikaleg mistök í öðru marki FH þó hann hafi oft varið vel í leiknum og komið í veg fyrir að sigurinn yrði enn stærri. Það er enn áhyggjuefni hjá FH mörk liðið skorar fá mörk. Liðið hefði hæglega geta skorað tvö til þrjú mörk í viðbót í dag. FH hefur aðeins einu sinni í deildinni í sumar skorað meira en tvö mörk en það var í fyrstu umferðinni á móti Þrótti. Það er bjargast þó á meðan liðið heldur hreinu.Hvað gerist næst?FH fer til Vestmannaeyja á fimmtudaginn og hitar upp fyrir húkkaraballið með því að spila í undanúrslitum bikarsins gegn ÍBV. Þróttur situr enn límdur við botninn og á mjög erfiðan leik á KR-vellinum á miðvikudaginn eftir verslunarmannahelgi. Eftir það koma leikir á móti Stjörnunni, Breiðablik og Val. Níðþungt prógramm fram undan þar sem stig þurfa að vinnast eigi liðið að eiga einhverja von um að bjarga sér.Heimir: Von á gámi fyrir 31. júlíHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á því að hans liði bæti við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót. „Það kemur örugglega gámur fyrir 31. júlí.“ Lið hans fór með 2-0 sigur af hólmi gegn Þrótti í Kaplakrika í kvöld. Hann vill lítið segja um hvaða stöður á vellinum hann vilji styrkja. „Það er fullt af stöðum en ekkert sem ég get gefið upp hér og nú.” Heimir telur sitt lið þó ekki dapurt þó til þurfi heilan gám af nýjum leikmönnum. „Maður aldrei hvað það eru margir leikmenn í gámnum,“ segir þjálfarinn léttur. Þá var þjálfarinn ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Þrótti. „Við héldum boltanum vel innan liðsins og sköpuðum okkur góð marktækifæri og skoruðum tvö mörk. Þau hefðu mátt vera fleiri og sanngjarn sigur.“ Það er ekki áhyggjuefni að mati Heimis hve fá mörk liðið sé að skora. „Það kemur, tvö núll er fínn sigur og við höldum markinu hreinu. Það kemur þegar líður á mótið. Hann segir liðið hafa tekist vel á við vonbrigðin eftir að hafa dottið úr leik gegn Dundalk í Meistaradeildinni í vikunni. „Við töluðum um það eftir leikinn að það væri búið og við yrðum bara að halda áfram.“Greg Ryder: Verð að vera bjartsýnn á að bjarga liðinuGreg Ryder þjálfari Þróttar segir liðinu hafa gengið þokkalega að halda skipulagi varnarlega, hins vegar hafi liðinu gengið illa að halda boltanum. Of margir leikmenn hafi átt dapran dag sóknarlega til þess að liðið fengi eitthvað út úr leiknum. Þá segist hann verða að vera bjartsýnn á að liðinu takist að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við höfum verið gagnrýndir fyrir að fá á okkur svo mörg mörk. Í síðustu leikjum höfum við verið betri varnarlega en það er nauðsynlegt að skora mörk.“ Þróttur hefur bætti við sig nokkrum nýjum leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Greg segir þá koma vel inn í hópinn. „Þeir hafa gefið okkur eitthvað aukalega svo ég er ánægður með þá.“Hallur Hallsson: Verðum að geta spilað boltanum á milli okkarHallur Hallsson, fyrirliði Þróttar tók undir með þjálfara sínum að ekki hafi gengið nógu vel að halda í boltann. „Ef við ætlum að gera einhverja hluti í þessari deild verðum við að geta spilað boltanum á milli okkar.“ Hallur segir að sínum mönnum hafi gengið ágætlega varnarlega gegn FH. Þetta voru mikið fyrirgjafir sem við vorum að ráða ágætlega við.“ Hins vegar verði sóknarleikurinn og markaskorunin að batna eigi liðið að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira