Landsliðshetja styrkti krabbameinsveikan strák um 100.000 krónur Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 13:47 Baldvin Rúnarsson glímir við krabbamein en er þakklátur fyrir stuðning Krabbameinsfélags Akureyrar og Jóhanns Bergs. mynd/hlaupastyrkssíða Baldvins Baldvin Rúnarsson, krabbameinsveikur fótboltastrákur frá Akureyri, fékk rausnarlegan styrk frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni í fótbolta, fyrir hálfmaraþonið sem hann hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar í Reykjavíkurmaraþoninu. Baldvin er Þórsari sem spilaði fyrir Magna á Grenivík árið 2014 en fyrir þremur árum greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að berjast við. Hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og vill safna einni milljóna króna til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar sem bjargaði honum um íbúð þegar Baldvin þurfti að flytja til Reykjavíkur á meðan geisla- og lyfjameðferðinni stóð.Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM.vísir/gettyRausnarlegur sóknarmaður Jóhann Berg styrkir Baldvin og þar af leiðandi Krabbameinsfélag Akureyrar um 100.000 krónur en Jóhann skildi eftir einföld skilaboð á söfnunarsíðu Baldvins: „Vel Gert gamli!“ Myndarlegur styrkur Jóhanns Bergs lyfti Baldvini upp í fimmta sæti yfir þá sem hafa safnað mest en hann hefur í heildina safnað 386.500 krónum þegar þetta er skrifað. Hann er þó enn ekki hálfnaður að takmarki sínu en hægt er að gera eins og Jóhann og styrkja Baldvin með því að fara á síðuna hans á vef Hlaupastyrks. Baldvin þakkar Jóhanni Berg fyrir sig á Twitter þar sem hann einfaldlega sýnir skjámynd af upphæðinni sem landsliðshetjan lagði til og skrifar „auðmjúkur“ á ensku í kassamerki eða #humbled. Jóhann Berg var í fréttunum fyrr í þessari viku þegar hann gekk frá vistaskiptum til Burnley en hann mun á næstu leiktíð spila í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn eftir að vera langbesti leikmaður Charlton í B-deildinni á síðustu leiktíð og standa sig vel með íslenska landsliðinu í ævintýrinu í Frakklandi.@Gudmundsson7 #humbled pic.twitter.com/uW84ZMgZy6— Baldvin Rúnarsson (@baldvinr94) July 21, 2016 Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Baldvin Rúnarsson, krabbameinsveikur fótboltastrákur frá Akureyri, fékk rausnarlegan styrk frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni í fótbolta, fyrir hálfmaraþonið sem hann hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar í Reykjavíkurmaraþoninu. Baldvin er Þórsari sem spilaði fyrir Magna á Grenivík árið 2014 en fyrir þremur árum greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að berjast við. Hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og vill safna einni milljóna króna til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar sem bjargaði honum um íbúð þegar Baldvin þurfti að flytja til Reykjavíkur á meðan geisla- og lyfjameðferðinni stóð.Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM.vísir/gettyRausnarlegur sóknarmaður Jóhann Berg styrkir Baldvin og þar af leiðandi Krabbameinsfélag Akureyrar um 100.000 krónur en Jóhann skildi eftir einföld skilaboð á söfnunarsíðu Baldvins: „Vel Gert gamli!“ Myndarlegur styrkur Jóhanns Bergs lyfti Baldvini upp í fimmta sæti yfir þá sem hafa safnað mest en hann hefur í heildina safnað 386.500 krónum þegar þetta er skrifað. Hann er þó enn ekki hálfnaður að takmarki sínu en hægt er að gera eins og Jóhann og styrkja Baldvin með því að fara á síðuna hans á vef Hlaupastyrks. Baldvin þakkar Jóhanni Berg fyrir sig á Twitter þar sem hann einfaldlega sýnir skjámynd af upphæðinni sem landsliðshetjan lagði til og skrifar „auðmjúkur“ á ensku í kassamerki eða #humbled. Jóhann Berg var í fréttunum fyrr í þessari viku þegar hann gekk frá vistaskiptum til Burnley en hann mun á næstu leiktíð spila í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn eftir að vera langbesti leikmaður Charlton í B-deildinni á síðustu leiktíð og standa sig vel með íslenska landsliðinu í ævintýrinu í Frakklandi.@Gudmundsson7 #humbled pic.twitter.com/uW84ZMgZy6— Baldvin Rúnarsson (@baldvinr94) July 21, 2016
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira