Það lítur svo sannarlega út fyrir það að Pokémon æðið nýja sé aðeins rétt að byrja. Nú hefur verið tilkynnt um leikna kvikmynd, þá fyrstu sem gerð verður um Pokémon heiminn frá því að fyrsti tölvuleikurinn kom út árið 1996. Hingað til hafa aðeins verið framleiddar teiknimyndir.
Myndin fylgir vinsældum nýja tölvuleiksins Pokémon Go en aðal persóna hennar verður Detective Pikachu sem var einmitt kynntur til sögunnar í nýja leiknum. Vinsældir nýja leiksins eru það miklar að verðbréf í Nintendo sem er meðeigandi í Pokémon vörumerkinu hækkuðu um 25% í vikunni.
Framleiðandi nýju kvikmyndarinnar er Legendary Entertainment en það er sama fyrirtæki og gerði myndirnar Warcraft, Jurrasic World og The Dark Knight Rises. Framleiðsla hefst á næsta ári og má búast við því að hún komi í bíó árið 2018, í fyrsta lagi.

