Welcome to Iceland: Allt á ensku í miðbænum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2016 07:00 Flest skilti og gluggamerkingar í miðbænum eru á ensku. Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í miðbæ Reykjavíkur. Verslanir og veitingastaðir hafa lifnað við og fjölmenni er þar frá morgni til kvölds. Það er þó ekki fyrr en því er gefinn sérstakur gaumur að maður tekur eftir því að flestöll skilti og gluggaskraut, hádegistilboð og útsöluauglýsingar eru á ensku. „Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsímanotkun og áhorf á Netflix.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræðiEiríkur segir lágmark að merkingar séu einnig á íslensku. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hafa merkingar á ensku. En það er ótækt ef þær ýta íslenskunni í burtu.“ Því er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sammála. „Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upplýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn.Skapti Örn ÓlafssonJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, hefur skýra skoðun á málinu. „Merkingar ættu að vera bæði á íslensku og ensku,“ segir hann. „Jafnvel þótt sexfalt fleiri enskumælandi fari um bæinn en íslenskumælandi þá þarf að standa dyggan vörð um íslenskuna.“ Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“ Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“Jakob Frímann MagnússonJakob segir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hafa það vald að ákvarða reglur um skilti og merkingar. Eftir að svokölluð rekstrarleyfi voru tekin úr gildi sé í raun lítið regluverk í kringum svona hluti. „En með regluverki væri auðveldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og séríslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuHér má sjá enskan texta á klukkuturninum á Lækjartorgi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í miðbæ Reykjavíkur. Verslanir og veitingastaðir hafa lifnað við og fjölmenni er þar frá morgni til kvölds. Það er þó ekki fyrr en því er gefinn sérstakur gaumur að maður tekur eftir því að flestöll skilti og gluggaskraut, hádegistilboð og útsöluauglýsingar eru á ensku. „Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsímanotkun og áhorf á Netflix.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræðiEiríkur segir lágmark að merkingar séu einnig á íslensku. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hafa merkingar á ensku. En það er ótækt ef þær ýta íslenskunni í burtu.“ Því er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sammála. „Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upplýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn.Skapti Örn ÓlafssonJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, hefur skýra skoðun á málinu. „Merkingar ættu að vera bæði á íslensku og ensku,“ segir hann. „Jafnvel þótt sexfalt fleiri enskumælandi fari um bæinn en íslenskumælandi þá þarf að standa dyggan vörð um íslenskuna.“ Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“ Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“Jakob Frímann MagnússonJakob segir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hafa það vald að ákvarða reglur um skilti og merkingar. Eftir að svokölluð rekstrarleyfi voru tekin úr gildi sé í raun lítið regluverk í kringum svona hluti. „En með regluverki væri auðveldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og séríslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuHér má sjá enskan texta á klukkuturninum á Lækjartorgi
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira