Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2016 11:30 Þórarinn Ingi Valdimarsson í baráttunni í fyrri leik FH og Dundalk. vísir/ryan FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Íslandsmeistararnir eru í fínni stöðu í einvíginu eftir 1-1 jafntefli ytra þar sem Steven Lennon, Skotinn í framlínu FH, skoraði jöfnunarmark gegn sínum gömlu félögum. Komist FH í gegnum Írana í kvöld bíður þeirra tveggja leikja viðureign gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem þrisvar sinnum hefur komið áður hér til lands og unnið FH tvívegis og Val einu sinni. Eins og alltaf í Meistaradeildinni eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu fyrir íslensku liðin og leikurinn í kvöld er engin undantekning fyrir FH-inga. Með því að afgreiða Írana í kvöld er liðið búið að tryggja sér tvö einvígi í viðbót í Evrópu sem skilar Íslandsmeisturunum að lágmarki 85 milljónum til viðbótar í kassann. FH fær 300 þúsund evrur eða 40 milljónir króna fyrir einvígið gegn Dundalk og það verður heildarupphæðin tapi liðið í kvöld. Aftur á móti, ef það kemst áfram, borgar UEFA liðunum í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar 400 þúsund evrur eða 54 milljónir króna. Þó svo FH takist ekki að leggja BATE að velli fer það samt sem áður í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en fyrir það fær Hafnafjarðarliðið 230 þúsund evrur eða 31 milljón króna. Heildarverðlaunafé FH fyrir að komast áfram í kvöld verður því að minnsta kosti 125 milljónir króna þegar 85 milljónirnar fyrir næstu tvö einvígi bætast við þær 40 sem liðið er nú þegar öruggt með fyrir leikina gegn Dundalk.Leikur FH og Dundalk verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Íslandsmeistararnir eru í fínni stöðu í einvíginu eftir 1-1 jafntefli ytra þar sem Steven Lennon, Skotinn í framlínu FH, skoraði jöfnunarmark gegn sínum gömlu félögum. Komist FH í gegnum Írana í kvöld bíður þeirra tveggja leikja viðureign gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem þrisvar sinnum hefur komið áður hér til lands og unnið FH tvívegis og Val einu sinni. Eins og alltaf í Meistaradeildinni eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu fyrir íslensku liðin og leikurinn í kvöld er engin undantekning fyrir FH-inga. Með því að afgreiða Írana í kvöld er liðið búið að tryggja sér tvö einvígi í viðbót í Evrópu sem skilar Íslandsmeisturunum að lágmarki 85 milljónum til viðbótar í kassann. FH fær 300 þúsund evrur eða 40 milljónir króna fyrir einvígið gegn Dundalk og það verður heildarupphæðin tapi liðið í kvöld. Aftur á móti, ef það kemst áfram, borgar UEFA liðunum í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar 400 þúsund evrur eða 54 milljónir króna. Þó svo FH takist ekki að leggja BATE að velli fer það samt sem áður í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en fyrir það fær Hafnafjarðarliðið 230 þúsund evrur eða 31 milljón króna. Heildarverðlaunafé FH fyrir að komast áfram í kvöld verður því að minnsta kosti 125 milljónir króna þegar 85 milljónirnar fyrir næstu tvö einvígi bætast við þær 40 sem liðið er nú þegar öruggt með fyrir leikina gegn Dundalk.Leikur FH og Dundalk verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48