Nýja bókin um Harry Potter kemur út á íslensku í október Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2016 19:30 Fjölmargir nældu sér í eintök af nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter sem kom út seint í gærkvöldi. Rúmlega 200 óþolinmóðir Harry Potter-aðdáendur biðu spenntir í röð utan við verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega í gærkvöldi til þess að svala forvitni þeirra um afdrif galdrastráksins. Nýtt leikrit um Harry Potter, Harry Potter og bannfærða barnið, var frumsýnt í Lundúnum við frábærar undirtektir í gærkvöldi en leikritið markar endalok á ferli Potters að sögn J.K. Rowling höfundar bókanna um galdrastrákinn. Að lokinni leiksýningunni hófst sala á bók sem skrifuð var eftir leikritinu á miðnætti og biðu aðdáendur Harry Potter klukkustundum saman fyrir utan bókaverslanir víða um heim. Hér á Íslandi biðu æstir aðdáendur eftir útgáfu bókarinnar og í gærkvöldi mæti fjöldi fólks í verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega til þess að aðdáendur gætu komist að örlögum Harry Potter. „Ég hugsa að það hafi verið svona á milli 150-200 sem mættu hingað klukkan 11. En það voru svona um 150 sem komu og sóttu bókina sína. Fólk finnur sig í karekterunum, þótt hann sé töframaður og allt það þá er hann svo mannlegur,“ segir Dagbjört Kjartansdóttir, yfirmaður bókadeildar Nexus. Bókin er áttunda um galdrastrákinn og von er á því að bókin komi út í íslenskri þýðingu í haust. „Við þurfum að vinna hratt en við stefnum að því að hún komi út núna í október. Ég er aðeins byrjaður að lesa og þetta er býsna spennandi og ég sé að leikritið er að fá frábæra dóma eins og í New York Times og Guardian og örðum miðlum þannig að þetta er afar spennandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld.Það hefur komið fram að þetta sé síðasta bókin, hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég er svo oft búinn að heyra að það sé síðasta bókin af einhverju en svo gerist eitthvað en það kemur bara í ljós. Miðað við viðtökurnar í gærkvöldi hér á landi og reyndar út um allan heim þá sýnist mér að þessi fari á svipað flug og fyrri bækur. Við höfum verið að prenta tíu þúsund eintök af hverri bók,“ segir Pétur Már.Miðað við vinsældir bókanna, er þetta ekki það sem kemst næst því að prenta peninga? „Ég veit það ekki, þetta eru auðvitað stórar og miklar bækur, dýrar í þýðingu og allt það,“ segir Pétur Már Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Fjölmargir nældu sér í eintök af nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter sem kom út seint í gærkvöldi. Rúmlega 200 óþolinmóðir Harry Potter-aðdáendur biðu spenntir í röð utan við verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega í gærkvöldi til þess að svala forvitni þeirra um afdrif galdrastráksins. Nýtt leikrit um Harry Potter, Harry Potter og bannfærða barnið, var frumsýnt í Lundúnum við frábærar undirtektir í gærkvöldi en leikritið markar endalok á ferli Potters að sögn J.K. Rowling höfundar bókanna um galdrastrákinn. Að lokinni leiksýningunni hófst sala á bók sem skrifuð var eftir leikritinu á miðnætti og biðu aðdáendur Harry Potter klukkustundum saman fyrir utan bókaverslanir víða um heim. Hér á Íslandi biðu æstir aðdáendur eftir útgáfu bókarinnar og í gærkvöldi mæti fjöldi fólks í verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega til þess að aðdáendur gætu komist að örlögum Harry Potter. „Ég hugsa að það hafi verið svona á milli 150-200 sem mættu hingað klukkan 11. En það voru svona um 150 sem komu og sóttu bókina sína. Fólk finnur sig í karekterunum, þótt hann sé töframaður og allt það þá er hann svo mannlegur,“ segir Dagbjört Kjartansdóttir, yfirmaður bókadeildar Nexus. Bókin er áttunda um galdrastrákinn og von er á því að bókin komi út í íslenskri þýðingu í haust. „Við þurfum að vinna hratt en við stefnum að því að hún komi út núna í október. Ég er aðeins byrjaður að lesa og þetta er býsna spennandi og ég sé að leikritið er að fá frábæra dóma eins og í New York Times og Guardian og örðum miðlum þannig að þetta er afar spennandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld.Það hefur komið fram að þetta sé síðasta bókin, hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég er svo oft búinn að heyra að það sé síðasta bókin af einhverju en svo gerist eitthvað en það kemur bara í ljós. Miðað við viðtökurnar í gærkvöldi hér á landi og reyndar út um allan heim þá sýnist mér að þessi fari á svipað flug og fyrri bækur. Við höfum verið að prenta tíu þúsund eintök af hverri bók,“ segir Pétur Már.Miðað við vinsældir bókanna, er þetta ekki það sem kemst næst því að prenta peninga? „Ég veit það ekki, þetta eru auðvitað stórar og miklar bækur, dýrar í þýðingu og allt það,“ segir Pétur Már
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira