Píratar vilja gjaldfrjálsar tannlækningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2016 18:46 Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta. Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira