Hyundai hættir framleiðslu Genesis Coupe Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 13:45 Hyundai Genesis Coupe. Þegar framleiðslu á 2016 árgerð Hyundai Genesis Coupe bílnum er lokið verður framleiðslu bílsins alveg hætt. Þetta er eini afturhjóladrifni sportbíll Hyundai með coupe-lagi og víst má telja að margir munu sjá á eftir þessum laglega bíl. Hann var fyrsta útspil Hyundai meðal afturhjóladrifinna sportbíla sem ekki kosta mikið. Bíllinn seldist ágætlega til að byrja með en fyrsta árgerðin kom á göturnar márið 2008. Hann var fyrst í boði einungis í heimalandinu S-Kóreu en fór fljótlega hann einnig á markað í Bandaríkjunum. Sala bílsins hefur þó dalað umtalsvert síðustu ár og svo virðist sem kaupendur sportbíla hafi fremur valið bíla eins og Ford Mustang, Chevrolet Camaro, Mazda MX-5 Miata og Subaru BRZ. Hyundai Genesis Coupe hefur verið í boði með ýmsum vélum, meðal annars 3,8 lítra V6 Lambda vél sem mest skilaði 353 hestöflum, en hann var einnig í boði með miklu minni vél, þ.e. 2,0 lítra sem í fyrstu útgáfu skilaði 213 hestöflum en var svo uppfærð og náði þá 275 hestöflum. Hyundai hefur nýverið stofnað sérstaka lúxusbíladeild sem bera mun nafnið Genesis og Hyundai ætlar aðrar leiðir með það merki en þessi bíll stendur fyrir og því er um fátt annað að ræða fyrir Hyundai en að hætta framleiðslu bílsins. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Þegar framleiðslu á 2016 árgerð Hyundai Genesis Coupe bílnum er lokið verður framleiðslu bílsins alveg hætt. Þetta er eini afturhjóladrifni sportbíll Hyundai með coupe-lagi og víst má telja að margir munu sjá á eftir þessum laglega bíl. Hann var fyrsta útspil Hyundai meðal afturhjóladrifinna sportbíla sem ekki kosta mikið. Bíllinn seldist ágætlega til að byrja með en fyrsta árgerðin kom á göturnar márið 2008. Hann var fyrst í boði einungis í heimalandinu S-Kóreu en fór fljótlega hann einnig á markað í Bandaríkjunum. Sala bílsins hefur þó dalað umtalsvert síðustu ár og svo virðist sem kaupendur sportbíla hafi fremur valið bíla eins og Ford Mustang, Chevrolet Camaro, Mazda MX-5 Miata og Subaru BRZ. Hyundai Genesis Coupe hefur verið í boði með ýmsum vélum, meðal annars 3,8 lítra V6 Lambda vél sem mest skilaði 353 hestöflum, en hann var einnig í boði með miklu minni vél, þ.e. 2,0 lítra sem í fyrstu útgáfu skilaði 213 hestöflum en var svo uppfærð og náði þá 275 hestöflum. Hyundai hefur nýverið stofnað sérstaka lúxusbíladeild sem bera mun nafnið Genesis og Hyundai ætlar aðrar leiðir með það merki en þessi bíll stendur fyrir og því er um fátt annað að ræða fyrir Hyundai en að hætta framleiðslu bílsins.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent