Benz reisir aðra verksmiðju í Ungverjalandi Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 12:00 Starfsfólk verksmiðjunnar í Kecskemet fagnar sínum fimm hundruð þúsundasta bíl. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, hefur tilkynnt um áform sín að reisa aðra bílaverksmiðju sína í Ungverjalandi sem á að verða tilbúin árið 2020. Daimler mun fjárfesta fyrir 134 milljarða króna í þessari nýju verksmiðju sem rísa mun í Kecskemet og skapa 2.500 ný störf. Verksmiðjan verður með allra fullkomnasta móti og þar verða smíðaðir bílar bæði með framhjóla- og afturhjóladrifi og af mörgum bílgerðum og mun verksmiðjan samhliða geta smíðað hvaða bíl sem er. Þar verður hægt að smíða 150.000 bíla á ári. Stjórnvöld í Ungverjalandi fagna mjög tilkomu þessarar nýju verksmiðju og eru skattatilslakanir stjórnvalda til handa Daimler metnar að virði 56 milljörðum króna. Mikil framleiðsla Mercedes Benz í Ungverjalandi Sú verksmiðja sem Daimler nú þegar starfrækir í Ungverjalandi er einnig í Kecskemet og þar hafa nú þegar verið smíðaðir 500.000 bílar frá því verksmiðjan opnaði árið 2012. Þar vinna nú meira en 4.000 manns og í fyrra voru smíðaðir þar 180.000 Mercedes Benz bílar af gerðunum B-Class, CLA og CLA Shooting Brake. Mercedes Benz hefur sagt frá því hvaða bílgerðir verða smíðaðar í nýju verksmiðjunni. Nýja verksmiðjan verður sú fyrsta hjá Mercedes Benz sem getur bæði smíðað litla og stóra fólksbíla Mercedes Benz. Mercedes Benz keyrir nú allar sínar verksmiðjur á fullum afköstum og á í erfiðleikum með að framleiða nóg. Audi er einnig með verksmiðju í Ungverjalandi, sem og Suzuki og General Motors. Ungverjaland er því að verða heilmikið bílaframleiðsluland þó svo ekkert ungverskt bílamerki sé til. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, hefur tilkynnt um áform sín að reisa aðra bílaverksmiðju sína í Ungverjalandi sem á að verða tilbúin árið 2020. Daimler mun fjárfesta fyrir 134 milljarða króna í þessari nýju verksmiðju sem rísa mun í Kecskemet og skapa 2.500 ný störf. Verksmiðjan verður með allra fullkomnasta móti og þar verða smíðaðir bílar bæði með framhjóla- og afturhjóladrifi og af mörgum bílgerðum og mun verksmiðjan samhliða geta smíðað hvaða bíl sem er. Þar verður hægt að smíða 150.000 bíla á ári. Stjórnvöld í Ungverjalandi fagna mjög tilkomu þessarar nýju verksmiðju og eru skattatilslakanir stjórnvalda til handa Daimler metnar að virði 56 milljörðum króna. Mikil framleiðsla Mercedes Benz í Ungverjalandi Sú verksmiðja sem Daimler nú þegar starfrækir í Ungverjalandi er einnig í Kecskemet og þar hafa nú þegar verið smíðaðir 500.000 bílar frá því verksmiðjan opnaði árið 2012. Þar vinna nú meira en 4.000 manns og í fyrra voru smíðaðir þar 180.000 Mercedes Benz bílar af gerðunum B-Class, CLA og CLA Shooting Brake. Mercedes Benz hefur sagt frá því hvaða bílgerðir verða smíðaðar í nýju verksmiðjunni. Nýja verksmiðjan verður sú fyrsta hjá Mercedes Benz sem getur bæði smíðað litla og stóra fólksbíla Mercedes Benz. Mercedes Benz keyrir nú allar sínar verksmiðjur á fullum afköstum og á í erfiðleikum með að framleiða nóg. Audi er einnig með verksmiðju í Ungverjalandi, sem og Suzuki og General Motors. Ungverjaland er því að verða heilmikið bílaframleiðsluland þó svo ekkert ungverskt bílamerki sé til.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent