Hagnaðaraukning Renault 41% en 12% niður hjá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 11:45 Volkswagen Golf og Renault Megane. Vel gengur hjá franska bílaframleiðandanum Renault og skilaði fyrri helmingur ársins 41% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Ekki verður það sama sagt um Volkswagen en 12% minni hagnaður var hjá þýska bílaframleiðandanum á öðrum ársfjórðungi sökum kostnaðar við dísilvélasvindlið. Renault hagnaðist alls um 210 milljarða króna og söluandvirði bíla þess um 13,5% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnaður af sölu hækkaði einnig umtalsvert, eða frá 4,9% í 6,1%. Carlos Ghosn forstjóri Renault segir að þessum góða hagnaði megi þakka nýjum bílgerðum Renault. Á þessu ári kynnir Renault 10 nýja bíla hvort sem þeir eru nýjar kynslóðir eldri bíla eða glænýir bílar. Það hjálpar verulega sölu á nýjum Renault bílum að 9,1% vöxtur hefur verið í sölu á nýjum bílum í Evrópu í ár og hefur Renault gert enn betur en það í álfunni. Ekki er sami vöxtur í sölu bíla Renault utan Evrópu og væntir Renault aðeins 1,7% söluaukningar þar á árinu. Renault selur 60% bíla sinna innan Evrópu. Hjá Volkswagen varð 110 milljarða hagnaður á öðrum ársfjórðungi ársins, en var 125 milljarðar í fyrra. Hagnaður af sölu féll úr 3,4% í 2,9%. Volkswagen bílamerkið telur um helming af veltu Volkswagen bílafjölskyldunnar. Hjá Audi minnkaði hagnaður á fyrri helmingi ársins um 9,3% og tap varð af rekstri Bentley. Porsche jók hagnað sinn um 7,7%, Skoda um 31% og Seat um 132%. Volkswagen gerir ráð fyrir 5% söluminnkun í ár vegna dísilvélasvindlsins og erfiðleika í mörgum markaðssvæðum, svo sem í S-Ameríku og Rússlandi. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Vel gengur hjá franska bílaframleiðandanum Renault og skilaði fyrri helmingur ársins 41% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Ekki verður það sama sagt um Volkswagen en 12% minni hagnaður var hjá þýska bílaframleiðandanum á öðrum ársfjórðungi sökum kostnaðar við dísilvélasvindlið. Renault hagnaðist alls um 210 milljarða króna og söluandvirði bíla þess um 13,5% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnaður af sölu hækkaði einnig umtalsvert, eða frá 4,9% í 6,1%. Carlos Ghosn forstjóri Renault segir að þessum góða hagnaði megi þakka nýjum bílgerðum Renault. Á þessu ári kynnir Renault 10 nýja bíla hvort sem þeir eru nýjar kynslóðir eldri bíla eða glænýir bílar. Það hjálpar verulega sölu á nýjum Renault bílum að 9,1% vöxtur hefur verið í sölu á nýjum bílum í Evrópu í ár og hefur Renault gert enn betur en það í álfunni. Ekki er sami vöxtur í sölu bíla Renault utan Evrópu og væntir Renault aðeins 1,7% söluaukningar þar á árinu. Renault selur 60% bíla sinna innan Evrópu. Hjá Volkswagen varð 110 milljarða hagnaður á öðrum ársfjórðungi ársins, en var 125 milljarðar í fyrra. Hagnaður af sölu féll úr 3,4% í 2,9%. Volkswagen bílamerkið telur um helming af veltu Volkswagen bílafjölskyldunnar. Hjá Audi minnkaði hagnaður á fyrri helmingi ársins um 9,3% og tap varð af rekstri Bentley. Porsche jók hagnað sinn um 7,7%, Skoda um 31% og Seat um 132%. Volkswagen gerir ráð fyrir 5% söluminnkun í ár vegna dísilvélasvindlsins og erfiðleika í mörgum markaðssvæðum, svo sem í S-Ameríku og Rússlandi.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent