Nýr vetnisbíll Hyundai árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 08:39 Hyundai Intrado vetnisbíllinn. Hyundai, eins og margur annar bílaframleiðandinn hefur uppi mikil áform um smíði vetnisbíla. Hyundai er sem stendur með eina bílgerð til sölu sem knúin er áfram af vetni, eða Hyundai Tucson Fuel Cell. Allt frá því Hyundai kynnti vetnistilraunabílinn Intrado á bílasýningunni í Genf árið 2014, sem hér sést á mynd, hefur Hyundai greint nokkrum sinnum frá því að nýr vetnisbíll fyrirtækisins verði stærri bíll en Tucson vetnisbíllinn og muni liggja á milli þess að teljast jeppi eða jepplingur. Í þessum nýja vetnisbíl Hyundai verður vetnisdrifrás sem krefst minna af platínu en í Tucson bílnum, verða með stærri rafhlöður og minni mótora. Bíllinn á að komast 600 kílómetra á fullri hleðslu vetnis og verða því mjög langdrægur. Hyundai stefnir að því að þessi bíll komi á markað árið 2018 og nefnir að það ár muni Hyundai nýta sér að vetrarólympíuleikarnir verði haldnir í Pyeongchang í S-Kóreu og að fyrirtækið ætli að kynna bílinn í tengslum við þá. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent
Hyundai, eins og margur annar bílaframleiðandinn hefur uppi mikil áform um smíði vetnisbíla. Hyundai er sem stendur með eina bílgerð til sölu sem knúin er áfram af vetni, eða Hyundai Tucson Fuel Cell. Allt frá því Hyundai kynnti vetnistilraunabílinn Intrado á bílasýningunni í Genf árið 2014, sem hér sést á mynd, hefur Hyundai greint nokkrum sinnum frá því að nýr vetnisbíll fyrirtækisins verði stærri bíll en Tucson vetnisbíllinn og muni liggja á milli þess að teljast jeppi eða jepplingur. Í þessum nýja vetnisbíl Hyundai verður vetnisdrifrás sem krefst minna af platínu en í Tucson bílnum, verða með stærri rafhlöður og minni mótora. Bíllinn á að komast 600 kílómetra á fullri hleðslu vetnis og verða því mjög langdrægur. Hyundai stefnir að því að þessi bíll komi á markað árið 2018 og nefnir að það ár muni Hyundai nýta sér að vetrarólympíuleikarnir verði haldnir í Pyeongchang í S-Kóreu og að fyrirtækið ætli að kynna bílinn í tengslum við þá.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent