Japan leyfir hliðarspeglalausa bíla Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2016 09:01 Munu hliðarspeglar á bílum brátt heyra sögunni til? Margir bílaframleiðendur hafa lengi barist fyrir því að geta framleitt bíla með engum hliðarspeglum en lög í flestum löndum koma í veg fyrir það. Nútíma skjáir geta fært ökumönnum jafn góða eða betri sýn á umferðina fyrir aftan og til hliðar en hliðarspeglar og því er fátt því til fyrirstöðu að leyfa hliðarspeglalausa bíla svo framleiða megi þá með lægra loftviðnámi. Nú hefur Japan riðið á vaðið og leyft hliðarspeglalausa bíla og er því fyrsta vígið fallið. Japan er einkar tæknivætt land og framarlega á sviði myndavélatækni og því kemur ef til vill ekki á óvart að landið sé fyrst til að samþykkja breytinguna. Auk þess gætu japönsk fyrirtæki hagnast mjög á sölu myndavélabúnaðar sem þarf í bíla til að leysa hliðarspeglana af hólmi. Meðal slíkra er japanskt fyrirtæki sem heitir Ichikoh og þykir það framleiða búnað í þessum efnum sem tekur flestu fram. Bosch býður einnig uppá slíkan búnað sem festur er innan á fremsta hliðarbita bíla. Það er ekki bara kosturinn við að geta framleitt bíla með lágan vindstuðul sem fylgir því að losna við speglana, heldur þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af tíðum tjónum á hliðarspeglum sem standa útúr bílunum, en margir framleiðendur hafa minnkað þá áhætt með því að hafa þá inndraganlega. Slíkur búnaður kostar sitt og með breytingunni er hann úr sögunni og ef til verður ódýrara að bjóða uppá góðan myndavélabúnað. Auk þess ætti “blindi punkturinn” að hverfa með betri myndavélabúnaði sem tryggir betri sýn ökumanns. Búist er við því að ákvörðun japanskra yfirvalda muni hreyfa við ákvörðunum annarra þjóða, en þær vilja vafalaust ekki að japanskir bílaframleiðendur taki forystuna í að þróa slíkan búnað á kostnað þeirra. Jafnvel er búist við því að Evrópusambandið samþykki lög sem leyfa þennan búnað á þessu ári og að Bandaríkin fylgi í kjölfarið, sem og Kína. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent
Margir bílaframleiðendur hafa lengi barist fyrir því að geta framleitt bíla með engum hliðarspeglum en lög í flestum löndum koma í veg fyrir það. Nútíma skjáir geta fært ökumönnum jafn góða eða betri sýn á umferðina fyrir aftan og til hliðar en hliðarspeglar og því er fátt því til fyrirstöðu að leyfa hliðarspeglalausa bíla svo framleiða megi þá með lægra loftviðnámi. Nú hefur Japan riðið á vaðið og leyft hliðarspeglalausa bíla og er því fyrsta vígið fallið. Japan er einkar tæknivætt land og framarlega á sviði myndavélatækni og því kemur ef til vill ekki á óvart að landið sé fyrst til að samþykkja breytinguna. Auk þess gætu japönsk fyrirtæki hagnast mjög á sölu myndavélabúnaðar sem þarf í bíla til að leysa hliðarspeglana af hólmi. Meðal slíkra er japanskt fyrirtæki sem heitir Ichikoh og þykir það framleiða búnað í þessum efnum sem tekur flestu fram. Bosch býður einnig uppá slíkan búnað sem festur er innan á fremsta hliðarbita bíla. Það er ekki bara kosturinn við að geta framleitt bíla með lágan vindstuðul sem fylgir því að losna við speglana, heldur þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af tíðum tjónum á hliðarspeglum sem standa útúr bílunum, en margir framleiðendur hafa minnkað þá áhætt með því að hafa þá inndraganlega. Slíkur búnaður kostar sitt og með breytingunni er hann úr sögunni og ef til verður ódýrara að bjóða uppá góðan myndavélabúnað. Auk þess ætti “blindi punkturinn” að hverfa með betri myndavélabúnaði sem tryggir betri sýn ökumanns. Búist er við því að ákvörðun japanskra yfirvalda muni hreyfa við ákvörðunum annarra þjóða, en þær vilja vafalaust ekki að japanskir bílaframleiðendur taki forystuna í að þróa slíkan búnað á kostnað þeirra. Jafnvel er búist við því að Evrópusambandið samþykki lög sem leyfa þennan búnað á þessu ári og að Bandaríkin fylgi í kjölfarið, sem og Kína.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent