Fagnar sex ára afmæli Kiosk ásamt nýrri fatalínu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Eygló Margrét Lárusdóttir sýnir nýjustu fatalínuna sína Murder she wrote í dag. Vísir/Hanna Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður sýnir nýjustu fatalínuna sína í dag ásamt því að fagna sex ára afmæli hönnunarverslunarinnar Kiosk. Fatalínan heitir Murder She Wrote og hefst sýningin klukkan 17.00 og stendur til klukkan 19.00 í dag. Eygló útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur þó nokkra reynslu í farteskinu. „Innblásturinn að línunni kom frá sjónvarpsþáttunum Murder she wrote og ákvað ég að skíra línuna hefur þáttunum. Ég hef fengið mjög skemmtileg viðbrögð frá fólki, en flíkurnar vekja sterk viðbrögð og mynda samtal um vopn og glæpi,“ segir Eygló Margrét. Hönnunarverslunin Kiosk er á Laugavegi 65, en þar selja átta mismunandi fatahönnuðir hönnun sína, og hjálpast að við að standa vaktina í búðinni. Óhætt er að segja að verslunin njóti velgengni en Kiosk hlaut nýverið verðlaun sem besta hönnunarverslun Reykjavíkur.Hér má sjá jakka af nýjustu línu Eyglóar.Mynd/Rafael Pinho„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og erum við virkilega ánægðar með samstarfið. Það er gott að geta skipt á milli okkar vöktum og hjálpast að við að reka verslunina,“ segir Eygló. Margt verður um að vera í Kiosk í dag, en ásamt því að sýna nýjustu línu tískumerkisins Eygló, verða til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Rafael Pinho. „Þetta eru virkilega flottar myndir sem Rafael Pinho tók fyrir mig af línunni Murder she wrote. Hér verður frábær stemning og öllum velkomið að kíkja við,“ segir Eygló spennt fyrir deginum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst Tíska og hönnun Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður sýnir nýjustu fatalínuna sína í dag ásamt því að fagna sex ára afmæli hönnunarverslunarinnar Kiosk. Fatalínan heitir Murder She Wrote og hefst sýningin klukkan 17.00 og stendur til klukkan 19.00 í dag. Eygló útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur þó nokkra reynslu í farteskinu. „Innblásturinn að línunni kom frá sjónvarpsþáttunum Murder she wrote og ákvað ég að skíra línuna hefur þáttunum. Ég hef fengið mjög skemmtileg viðbrögð frá fólki, en flíkurnar vekja sterk viðbrögð og mynda samtal um vopn og glæpi,“ segir Eygló Margrét. Hönnunarverslunin Kiosk er á Laugavegi 65, en þar selja átta mismunandi fatahönnuðir hönnun sína, og hjálpast að við að standa vaktina í búðinni. Óhætt er að segja að verslunin njóti velgengni en Kiosk hlaut nýverið verðlaun sem besta hönnunarverslun Reykjavíkur.Hér má sjá jakka af nýjustu línu Eyglóar.Mynd/Rafael Pinho„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og erum við virkilega ánægðar með samstarfið. Það er gott að geta skipt á milli okkar vöktum og hjálpast að við að reka verslunina,“ segir Eygló. Margt verður um að vera í Kiosk í dag, en ásamt því að sýna nýjustu línu tískumerkisins Eygló, verða til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Rafael Pinho. „Þetta eru virkilega flottar myndir sem Rafael Pinho tók fyrir mig af línunni Murder she wrote. Hér verður frábær stemning og öllum velkomið að kíkja við,“ segir Eygló spennt fyrir deginum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst
Tíska og hönnun Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira