Fagnar afreki með tattúi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Það er ekki á hverjum degi sem fólk er tattúerað inni á elliheimilum en Sigurður ákvað að slá til. Vísir/GVA Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Húðflúr Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Húðflúr Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira