Tesla tapaði 36 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2016 08:55 Tesla Model S bílar tilbúnir til afhendingar. Rafbílaframleiðandinn Tesla frá Kaliforníu heldur áfram að tapa peningum og með meiri hraða en áður. Tap á rekstri fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi nam 35,8 milljörðum króna og jókst tapið um 60% frá sama tímabili í fyrra. Tesla afhenti 14.402 nýja bíla á þessum öðrum ársfjórðungi, 9.764 Model S og 4.638 Model X og jókst velta Tesla um 33% á ársfjórðungnum. Fjöldi afhentra bíla var mun minni en áætlanir sögðu til um og helmingur framleiðslunnar fór fram á einungis síðustu fjóru vikum ársfjórðungsins. Tesla segir þó að framleiðslan sé komin nú í um 2.000 til 2.200 bíla á viku og því ætti að vera hægt að framleiða 25.000 til 28.600 bíla á hverjum ársfjórðungi og allt 114.000 bíla á ári. Reyndar á framleiðslan að geta farið Í 2.400 bíla á viku á fjórða ársfjórðungi. Tapið núna markar þrettánda ársfjórðungstap Tesla í röð og hafa bréf í Tesla fallið um 1,41 dollar í kjölfar fréttanna nú, en standa engu að síður í 225,79 dollurum og lækkunin því lítil hlutfallslega. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent
Rafbílaframleiðandinn Tesla frá Kaliforníu heldur áfram að tapa peningum og með meiri hraða en áður. Tap á rekstri fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi nam 35,8 milljörðum króna og jókst tapið um 60% frá sama tímabili í fyrra. Tesla afhenti 14.402 nýja bíla á þessum öðrum ársfjórðungi, 9.764 Model S og 4.638 Model X og jókst velta Tesla um 33% á ársfjórðungnum. Fjöldi afhentra bíla var mun minni en áætlanir sögðu til um og helmingur framleiðslunnar fór fram á einungis síðustu fjóru vikum ársfjórðungsins. Tesla segir þó að framleiðslan sé komin nú í um 2.000 til 2.200 bíla á viku og því ætti að vera hægt að framleiða 25.000 til 28.600 bíla á hverjum ársfjórðungi og allt 114.000 bíla á ári. Reyndar á framleiðslan að geta farið Í 2.400 bíla á viku á fjórða ársfjórðungi. Tapið núna markar þrettánda ársfjórðungstap Tesla í röð og hafa bréf í Tesla fallið um 1,41 dollar í kjölfar fréttanna nú, en standa engu að síður í 225,79 dollurum og lækkunin því lítil hlutfallslega.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent