Aðeins 500 fá að kaupa Ford GT Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 14:46 Þó svo 7.000 viljugir kaupendur hafi skráð sig fyrir mesta tryllitæki sem Ford framleiðir, þ.e. Ford GT, verða aðeins 500 einstaklingar sem fá að kaupa eintak af bílnum. Því sitja 6.300 kaupendur eftir með sárt ennið og fá draum sinn ekki uppfylltan. Ekki er frá því að reiði gæti hjá þeim sem ekki munu fá að kaupa eintak, en Ford sérvaldi þá 500 kaupendur sem munu eignast þennan eftirsótta bíl. Ford sendi hverjum þeim sem skráð höfðu sig fyrir eintaki af Ford GT bréf þar sem greint var frá því hvort þeir myndu hreppa gripinn eður ei, en aðeins um 7% þeirra fengu jákvætt svar og vart til dæmi um lægra hlutfall. Sumir þessara 500 sem fengu jákvætt svar eru heimsþekkt fólk og áhrifafólk og valdi Ford þá kaupendur sérstaklega úr. Er þar aðallega á ferðinni þekkt bílaáhugafólk, auk þess sem það er heimsfrægt. Er það vel, þar sem morgunljóst er að Ford verður gagnrýnt mjög fyrir að handvelja þessa kaupendur, en það verður þó síður gert ef kaupendurnir eru þekkt bílaáhugafólk. Bílar video Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent
Þó svo 7.000 viljugir kaupendur hafi skráð sig fyrir mesta tryllitæki sem Ford framleiðir, þ.e. Ford GT, verða aðeins 500 einstaklingar sem fá að kaupa eintak af bílnum. Því sitja 6.300 kaupendur eftir með sárt ennið og fá draum sinn ekki uppfylltan. Ekki er frá því að reiði gæti hjá þeim sem ekki munu fá að kaupa eintak, en Ford sérvaldi þá 500 kaupendur sem munu eignast þennan eftirsótta bíl. Ford sendi hverjum þeim sem skráð höfðu sig fyrir eintaki af Ford GT bréf þar sem greint var frá því hvort þeir myndu hreppa gripinn eður ei, en aðeins um 7% þeirra fengu jákvætt svar og vart til dæmi um lægra hlutfall. Sumir þessara 500 sem fengu jákvætt svar eru heimsþekkt fólk og áhrifafólk og valdi Ford þá kaupendur sérstaklega úr. Er þar aðallega á ferðinni þekkt bílaáhugafólk, auk þess sem það er heimsfrægt. Er það vel, þar sem morgunljóst er að Ford verður gagnrýnt mjög fyrir að handvelja þessa kaupendur, en það verður þó síður gert ef kaupendurnir eru þekkt bílaáhugafólk.
Bílar video Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent