Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Fjölnir 0-2 | Loksins sigur hjá Fjölni | Sjáðu mörkin Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 3. ágúst 2016 20:45 Fjölnismenn lögðu Eyjamenn með tveimur mörkum gegn engu úti í Eyjum í kvöld. Tobias Salquist kom Fjölnismönnum yfir eftir rúman hálftíma en Þórir Guðjónsson kom af bekknum og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Fjölnismenn komust yfir þegar Tobias Salquist skallaði aukaspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar í skeytin fjær seint í fyrri hálfleik. Fyrir það höfðu Eyjamenn verið sterkari aðilinn en þó ekki skapað sér opin marktækifæri. Mikið púður fór í sókn Eyjamanna undir lokin sem gerði það að verkum að Þórir Guðjónsson slapp í gegn í uppbótartíma. Hann gerði virkilega vel og lagði boltann í fjær hornið.Af hverju vann Fjölnir? Þeir spiluðu sitt leikplan upp á tíu og rúmlega það. Þó svo að ÍBV hafi verið meira með boltann og mögulega komist í fleiri stöður til þess að búa til dauðafæri þá spiluðu þeir sitt leikplan ekki jafnvel og gestirnir. Það þarf auðvitað að skora mörk til þess að vinna leiki og Fjölnismenn nýttu sér sínar stöður. Skoruðu fyrra markið eftir að hafa fengið ódýra aukaspyrnu inni á vallarhelmingi heimamanna. Markið var samt algjört rugl ef ég leyfi mér að segja það, enginn bjóst við því að Tobias myndi reyna að koma boltanum á markið og var hann líklega að reyna að koma honum fyrir markið. Það sem telur þó er það, að boltinn fór inn í markið og Tobias fagnaði vel og innilega en var þó nokkuð hissa.Þessir stóðu upp úr Ólafur Páll Snorrason var virkilega öflugur á miðjunni en baráttuandinn skein af honum. Örugglega þægilegt að vera í liði með svona leikmanni sem gefur mikið af sér og er ekki hræddur við baráttuna. Það voru örugglega ekki margir sem hlupu meira en Ólafur Páll á miðjunni, ekki skemmir fyrir að hann lagði upp fyrra markið, sem leit lengi út fyrir að vera sigurmarkið. Andri Ólafsson virkaði einnig öflugur í vörn ÍBV, ekki við hann að sakast í fyrra markinu og í seinna markinu var hann kominn af velli. Hann, eins og Ólafur Páll, smitar vel út frá sér og gefur ekki tommu eftir. Í eitt skiptið slapp sóknarmaður Fjölnis í gegn en Andri náði að kroppa boltann frá honum. Úr stúkunni leit það út fyrir að vera aukaspyrna og rautt spjald en Helgi Mikael Jónasson, slakur dómari leiksins, dæmdi ekki neitt.Hvað gekk illa? Það gekk illa að skapa opin marktækifæri en varnarmenn liðanna frá hrós í kladdann fyrir það. Leikplan Fjölnismanna hljómaði þannig að gefa fá færi á sér og það gekk fullkomlega. Fjölnismenn fengu heldur ekki mikið af marktækifærum og voru skot þeirra framan af, af löngu færi.Hvað gerist næst? Eyjamenn þurfa að ná sínum leik á ný, þeir eiga mikilvægasta leik ÍBV í mörg ár eftir tæpar tvær vikur. Þeir eiga leik við Víkinga frá Ólafsvík í næstu umferð og þurfa að fara að safna stigum ef þeir vilja ekki sogast niður í fallbaráttuna með Þrótti og Fylki. Fjölnismenn eru með augun á Evrópusæti en þeir eru nú staddir í 2. sæti deidlarinnar miðað við stöðu í öðrum leikjum. Ef þeir spila svona vel eins og í dag, í næstu leikjum, eru þeim allir vegir færir.Ágúst Gylfason: Ef þú heldur búrinu hreinu ferðu langt í þessum leikjum „Maður kemur ekki hingað til Eyja og fær oft þrjú stig, hvorki þegar ég var leikmaður eða sem þjálfari. Þetta er mjög erfiður útivöllur og að fá hérna þrjú stig er frábært. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en þetta er örugglega mikilvægasti og einn besti sigurinn í sumar,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir sigur sinna manna á ÍBV úti í Eyjum. „Þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið rosalega skemmtilegur leikur, þá var þetta einn mikilvægasti sigurinn sem við höfum unnið.“ „Við vorum þolinmóðir, héldum góðri taktík, vorum þéttir fyrir og gáfum þeim lítið. Við vorum líka tilbúnir að sækja hratt á þá og þannig var uppleggið. Vestmannaeyingarnir eru frábærir í skyndisóknum og hafa sýnt það gegn FH í síðustu tveimur leikjum á móti þeim,“ sagði Ágúst en hann hefur líklega legið yfir klippum af Eyjamönnum í síðustu leikjum. „Við ætluðum aðeins að liggja til baka, leyfa þeim að vera með boltann og keyra vel á þá, það gekk mjög vel upp. Við fengum nokkur góð færi fyrir utan þau sem við skoruðum úr.“ Er þetta leikskipulag eitthvað sem að Ágúst á eftir að beita aftur í deildinni? „Það er aldrei að vita, málið er þannig að ef að þú heldur búrinu hreinu þá ferðu oft langt í þessum leikjum, við gerðum það í dag sem ég er mjög ánægður með. Frábær vinnsla á strákunum og við lögðum þennan leik nokkuð vel upp, þetta var frábær sigur.“ Eyjamenn voru betri aðilinn framan af en gaf það Fjölni ekki mikið að setja fyrsta markið og stoppa pressuna frá ÍBV? „Það er mjög mikilvægt og þegar þú ert með svona gott heimalið hérna og það eru 30 mínútur búnar, þá verða þeir óþolinmóðir og koma aðeins framar og opna sig. Það sýndi sig að þeir gerðu það og við náðum að refsa þeim.“ Eyjamenn vildu vítaspyrnu undir lokin og voru æfir þegar Helgi Mikael dæmdi ekki á atvikið. Sá Ágúst atvikið vel? „Ég sá það ekki nógu vel til að dæma það, kannski var þetta vítaspyrna eða ekki það kemur þá bara í ljós, dómarinn dæmdi það ekki og hann ræður.“ Hvernig fannst Ágústi, Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, standa sig? „Mér fannst hann nokkuð solid, kannski missti aðeins tökin inn á milli. Það var pressa frá heimamönnum og kannski frá okkur líka, þetta er ungur strákur en ég held að hann hafi staðið sig nokkuð vel,“ sagði Ágúst að lokum.Bjarni Jóhannsson: Á greinilega mikið eftir að læra í þessum bransa „Þetta var mjög súrt, við lögðum okkur vel fram og vorum eins og maður segir oft, betri aðilinn í leiknum. Fáum á okkur hræðilegt mark í fyrri hálfleik sem við eigum að koma í veg fyrir, frammistaðan var í fínu lagi,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir leik sinna manna gegn Fjölni í dag. „Við getum sjálfum okkur kennt að nýta ekki þessi færi sem við fengum og allan þennan urmul af hornspyrnum sem voru í þessum leik. Það er sárgrætilegt að tapa svona leik, líka þegar lítil atriði í dómgæslunni falla ekki með manni,“ sagði Bjarni sem var ósáttur með að fá ekki vítaspyrnu undir lokin. Eyjamenn vildu fá vítaspyrnu undir lok leiksins þar sem Hafsteinn Briem féll inni í teig Fjölnis. „Þar var eitt vafaatriði líka í þessari dómgæslu, sennilega rænir hann okkur víti seint í leiknum. Hann er allt of viðkvæmur þessi dómari og á greinilega mikið eftir að læra í þessum bransa.“ Það hlýtur að vera slæmt fyrir ÍBV að ná ekki að fylgja eftir góðum árangri í bikarnum, í deildinni. „Við verðum að halda áfram og vera þolinmóðir, við hljótum að ná í stig með svona leikjum, það er ekki spurning. Þetta var augnabliks kæruleysi þegar við fáum á okkur fyrsta markið.“ „Meðan við fáum ekki stig sogumst við niður í neðri hluta deildarinnar við verðum að fara að snúa því við sem allra fyrst og reyndum svo sannarlega í dag.“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á hjá Eyjamönnum undir lokin, er hann orðinn alveg klár? „Gunni er allur að koma til og búinn að æfa á hverri einustu æfingu í hálfan mánuð, hann þéttir hópinn enn betur.“ „Það er alltaf mikilvægt að vinna, við þurfum að fókusera á hann(leikinn við Víking Ólafsvík) og taka þetta í réttri röð. Við getum ekkert annað gert, það er ferðalag á Ólafsvík næsta sunnudag og síðan höfum við viku til að undirbúa þennan bikarleik sem hefur kannski truflað eitthvað en ég veit það ekki,“ sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Fjölnismenn lögðu Eyjamenn með tveimur mörkum gegn engu úti í Eyjum í kvöld. Tobias Salquist kom Fjölnismönnum yfir eftir rúman hálftíma en Þórir Guðjónsson kom af bekknum og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Fjölnismenn komust yfir þegar Tobias Salquist skallaði aukaspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar í skeytin fjær seint í fyrri hálfleik. Fyrir það höfðu Eyjamenn verið sterkari aðilinn en þó ekki skapað sér opin marktækifæri. Mikið púður fór í sókn Eyjamanna undir lokin sem gerði það að verkum að Þórir Guðjónsson slapp í gegn í uppbótartíma. Hann gerði virkilega vel og lagði boltann í fjær hornið.Af hverju vann Fjölnir? Þeir spiluðu sitt leikplan upp á tíu og rúmlega það. Þó svo að ÍBV hafi verið meira með boltann og mögulega komist í fleiri stöður til þess að búa til dauðafæri þá spiluðu þeir sitt leikplan ekki jafnvel og gestirnir. Það þarf auðvitað að skora mörk til þess að vinna leiki og Fjölnismenn nýttu sér sínar stöður. Skoruðu fyrra markið eftir að hafa fengið ódýra aukaspyrnu inni á vallarhelmingi heimamanna. Markið var samt algjört rugl ef ég leyfi mér að segja það, enginn bjóst við því að Tobias myndi reyna að koma boltanum á markið og var hann líklega að reyna að koma honum fyrir markið. Það sem telur þó er það, að boltinn fór inn í markið og Tobias fagnaði vel og innilega en var þó nokkuð hissa.Þessir stóðu upp úr Ólafur Páll Snorrason var virkilega öflugur á miðjunni en baráttuandinn skein af honum. Örugglega þægilegt að vera í liði með svona leikmanni sem gefur mikið af sér og er ekki hræddur við baráttuna. Það voru örugglega ekki margir sem hlupu meira en Ólafur Páll á miðjunni, ekki skemmir fyrir að hann lagði upp fyrra markið, sem leit lengi út fyrir að vera sigurmarkið. Andri Ólafsson virkaði einnig öflugur í vörn ÍBV, ekki við hann að sakast í fyrra markinu og í seinna markinu var hann kominn af velli. Hann, eins og Ólafur Páll, smitar vel út frá sér og gefur ekki tommu eftir. Í eitt skiptið slapp sóknarmaður Fjölnis í gegn en Andri náði að kroppa boltann frá honum. Úr stúkunni leit það út fyrir að vera aukaspyrna og rautt spjald en Helgi Mikael Jónasson, slakur dómari leiksins, dæmdi ekki neitt.Hvað gekk illa? Það gekk illa að skapa opin marktækifæri en varnarmenn liðanna frá hrós í kladdann fyrir það. Leikplan Fjölnismanna hljómaði þannig að gefa fá færi á sér og það gekk fullkomlega. Fjölnismenn fengu heldur ekki mikið af marktækifærum og voru skot þeirra framan af, af löngu færi.Hvað gerist næst? Eyjamenn þurfa að ná sínum leik á ný, þeir eiga mikilvægasta leik ÍBV í mörg ár eftir tæpar tvær vikur. Þeir eiga leik við Víkinga frá Ólafsvík í næstu umferð og þurfa að fara að safna stigum ef þeir vilja ekki sogast niður í fallbaráttuna með Þrótti og Fylki. Fjölnismenn eru með augun á Evrópusæti en þeir eru nú staddir í 2. sæti deidlarinnar miðað við stöðu í öðrum leikjum. Ef þeir spila svona vel eins og í dag, í næstu leikjum, eru þeim allir vegir færir.Ágúst Gylfason: Ef þú heldur búrinu hreinu ferðu langt í þessum leikjum „Maður kemur ekki hingað til Eyja og fær oft þrjú stig, hvorki þegar ég var leikmaður eða sem þjálfari. Þetta er mjög erfiður útivöllur og að fá hérna þrjú stig er frábært. Þeir sköpuðu sér ekki mikið en þetta er örugglega mikilvægasti og einn besti sigurinn í sumar,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir sigur sinna manna á ÍBV úti í Eyjum. „Þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið rosalega skemmtilegur leikur, þá var þetta einn mikilvægasti sigurinn sem við höfum unnið.“ „Við vorum þolinmóðir, héldum góðri taktík, vorum þéttir fyrir og gáfum þeim lítið. Við vorum líka tilbúnir að sækja hratt á þá og þannig var uppleggið. Vestmannaeyingarnir eru frábærir í skyndisóknum og hafa sýnt það gegn FH í síðustu tveimur leikjum á móti þeim,“ sagði Ágúst en hann hefur líklega legið yfir klippum af Eyjamönnum í síðustu leikjum. „Við ætluðum aðeins að liggja til baka, leyfa þeim að vera með boltann og keyra vel á þá, það gekk mjög vel upp. Við fengum nokkur góð færi fyrir utan þau sem við skoruðum úr.“ Er þetta leikskipulag eitthvað sem að Ágúst á eftir að beita aftur í deildinni? „Það er aldrei að vita, málið er þannig að ef að þú heldur búrinu hreinu þá ferðu oft langt í þessum leikjum, við gerðum það í dag sem ég er mjög ánægður með. Frábær vinnsla á strákunum og við lögðum þennan leik nokkuð vel upp, þetta var frábær sigur.“ Eyjamenn voru betri aðilinn framan af en gaf það Fjölni ekki mikið að setja fyrsta markið og stoppa pressuna frá ÍBV? „Það er mjög mikilvægt og þegar þú ert með svona gott heimalið hérna og það eru 30 mínútur búnar, þá verða þeir óþolinmóðir og koma aðeins framar og opna sig. Það sýndi sig að þeir gerðu það og við náðum að refsa þeim.“ Eyjamenn vildu vítaspyrnu undir lokin og voru æfir þegar Helgi Mikael dæmdi ekki á atvikið. Sá Ágúst atvikið vel? „Ég sá það ekki nógu vel til að dæma það, kannski var þetta vítaspyrna eða ekki það kemur þá bara í ljós, dómarinn dæmdi það ekki og hann ræður.“ Hvernig fannst Ágústi, Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, standa sig? „Mér fannst hann nokkuð solid, kannski missti aðeins tökin inn á milli. Það var pressa frá heimamönnum og kannski frá okkur líka, þetta er ungur strákur en ég held að hann hafi staðið sig nokkuð vel,“ sagði Ágúst að lokum.Bjarni Jóhannsson: Á greinilega mikið eftir að læra í þessum bransa „Þetta var mjög súrt, við lögðum okkur vel fram og vorum eins og maður segir oft, betri aðilinn í leiknum. Fáum á okkur hræðilegt mark í fyrri hálfleik sem við eigum að koma í veg fyrir, frammistaðan var í fínu lagi,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir leik sinna manna gegn Fjölni í dag. „Við getum sjálfum okkur kennt að nýta ekki þessi færi sem við fengum og allan þennan urmul af hornspyrnum sem voru í þessum leik. Það er sárgrætilegt að tapa svona leik, líka þegar lítil atriði í dómgæslunni falla ekki með manni,“ sagði Bjarni sem var ósáttur með að fá ekki vítaspyrnu undir lokin. Eyjamenn vildu fá vítaspyrnu undir lok leiksins þar sem Hafsteinn Briem féll inni í teig Fjölnis. „Þar var eitt vafaatriði líka í þessari dómgæslu, sennilega rænir hann okkur víti seint í leiknum. Hann er allt of viðkvæmur þessi dómari og á greinilega mikið eftir að læra í þessum bransa.“ Það hlýtur að vera slæmt fyrir ÍBV að ná ekki að fylgja eftir góðum árangri í bikarnum, í deildinni. „Við verðum að halda áfram og vera þolinmóðir, við hljótum að ná í stig með svona leikjum, það er ekki spurning. Þetta var augnabliks kæruleysi þegar við fáum á okkur fyrsta markið.“ „Meðan við fáum ekki stig sogumst við niður í neðri hluta deildarinnar við verðum að fara að snúa því við sem allra fyrst og reyndum svo sannarlega í dag.“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á hjá Eyjamönnum undir lokin, er hann orðinn alveg klár? „Gunni er allur að koma til og búinn að æfa á hverri einustu æfingu í hálfan mánuð, hann þéttir hópinn enn betur.“ „Það er alltaf mikilvægt að vinna, við þurfum að fókusera á hann(leikinn við Víking Ólafsvík) og taka þetta í réttri röð. Við getum ekkert annað gert, það er ferðalag á Ólafsvík næsta sunnudag og síðan höfum við viku til að undirbúa þennan bikarleik sem hefur kannski truflað eitthvað en ég veit það ekki,“ sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn