Volt slær við Leaf vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 08:35 Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa lengi barist um hylli kaupenda rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent
Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent