Volt slær við Leaf vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 08:35 Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa lengi barist um hylli kaupenda rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent