Þyrluflugmaður Ecclestone skipulagði mannránið Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 16:43 Bernie Ecclestone og brasilísk eiginkona hans. Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent
Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent