Ferðir Uber í New York orðnar 100 milljónir talsins Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 14:58 Þjónusta Uber er vinsæl í New York. Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent