BL innkallar 120 Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 12:34 Land Rover Discovery Sport. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum. Það getur haft í för með sér að fólk verði vart við eldsneytislykt og ef ekki er brugðist við er hætta á íkveikju. Lagfæra þarf plasthlíf og meta ástand á eldsneytisleiðslu. Skipt verður um eldsneytisleyðslu ef þarf, en samkvæmt framleiðanda er um 1% líkur á að skipta þurfi um hana vegna skemmda. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá BL vegna þessarar innköllunar. Eigendum bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en BL er bent á að hafa samband við BL ehf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum. Það getur haft í för með sér að fólk verði vart við eldsneytislykt og ef ekki er brugðist við er hætta á íkveikju. Lagfæra þarf plasthlíf og meta ástand á eldsneytisleiðslu. Skipt verður um eldsneytisleyðslu ef þarf, en samkvæmt framleiðanda er um 1% líkur á að skipta þurfi um hana vegna skemmda. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá BL vegna þessarar innköllunar. Eigendum bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en BL er bent á að hafa samband við BL ehf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent