Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2016 15:15 Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00
Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30
Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15