Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira