Ferðabloggarar lýsa reynslu sinni af Íslandi: "Reykjavík er fölsk og of túristaleg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 13:35 Hjónakornin Cris og Caroline voru hrifinn af ferð sinni til Íslands en fannst Reykjavík ekki heillandi vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna. PTS Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
„Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26
Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08